Markmið að færa fé út á land Sveinn Arnarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Vigdís Hauksdóttir Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar eru nú til umræðu á þingi í annarri umræðu um fjárlög. Af þeim 8,8 milljörðum króna sem meirihlutinn gerir tillögur um til breytinga munu aðeins rúmar 80 milljónir fara til Vestfjarða. Fréttablaðið fór yfir tillögur meirihluta fjárlaganefndar með það markmið að greina í hvaða landshluta breytingartillögurnar fara. Kom í ljós að af þeim tæpum níu milljörðum sem áætlaðir eru í breytingar meirihlutans er hægt að staðsetja 3,8 milljarða. Einnig eru aðrar 1.172 milljónir sem áætlaðar eru til landsbyggðanna án þess að það sé skilgreint nánar. Á árinu 2014 setti forsætisráðherra á laggirnar nefnd um atvinnuástand og horfur á Norðurlandi vestra. Var nefndinni falið að koma með tillögur til ríkisstjórnar Íslands sem hægt væri að ráðast í til að auka atvinnu á svæðinu. Nefndin, undir forystu oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði, skilaði á fjórða tug tillagna til ríkisstjórnarinnar. Nú er sú nefnd að uppskera ríkulega fyrir landshlutann. 370 milljónir króna leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fari aukalega í landshlutann í hin ýmsu verk. „Við tókum á móti rúmlega fjörutíu sveitarfélögum og landshlutasamtökum auk Sambands íslenskra sveitarfélaga þannig að við reynum að setja fjármagn þar sem mest skortir á,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. „Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti. Ljósleiðaraverkefnið er gríðarlega mikilvægt til dæmis. Svo setjum við 400 milljónir í hafnarframkvæmdir vítt og breitt um landið, bætum í vegi í dreifðum byggðum og svo erum við að styrkja stöðu Norðurlands vestra sem hefur lengi átt í miklum erfiðleikum.“ Norðurland eystra og Suðurland fá næstum jafn mikið úr breytingartillögum meirihlutans eða um 435 milljónir króna. Lagt er til að um 300 milljónir fari á Austurland og um 200 milljónir á Vesturland. Reykjanesið fær örlítið minna eða um 190 milljónir. Vestfirðir skera sig svo úr með 88,2 milljónir króna. Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri fjórðungssambands Vestfirðinga, fagnar því að bæta eigi í á Norðurlandi vestra og segir sértækar byggðaaðgerðir sem þessar mikilvægar. „Að sama skapi minnum við á Vestfjörðum á það loforð sem gefið var þegar umrædd nefnd var sett á laggirnar, að þegar þeirri vinnu væri lokið ætti að huga að Vestfjörðum. Okkur þykir fjórðungurinn ekki hafa notið sannmælis í fjárlagagerðinni það sem af er,“ segir Aðalsteinn.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira