Tjón Landsnets vegna óveðursins um 120 milljónir Birgir Olgeirsson- skrifar 11. desember 2015 16:18 Séð inn Dýrafjörð frá Þingeyri en 20 möstur gáfu sig þar í óveðrinu. Vísir Forstjóri Landsnets segir að beint tjón fyrirtækisins vegna óveðursins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar sé um 120 milljónir króna. Fyrirtækið telur þó afleitt tjón samfélagsins vera enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til framkvæmda. Það voru eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Trémöstur sem gáfu sig – stóru línurnar stóðust veðurálagið Alls brotnuðu 30 möstur í flutningskerfi Landsnets vegna vindálags og ísingar í fárviðrinu í byrjun vikunnar. Mest varð tjónið á Vestfjörðum þar sem 20 möstur gáfu sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. Á Norðurlandi brotnuðu tvö möstur í Rangárvallalínu 1 í Blönduhlíð í Skagafirði og fjögur möstur í Kópaskerslínu 1. Á Austurlandi brotnuðu 4 möstur í Teigarhornslínu 1, rétt sunnan við Hryggstekk í Skriðdal. Skemmdir urðu einnig á Eyvindarálínu 1, milli Hryggstekks og Egilsstaða og á Prestbakkalínu 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð. Viðgerð er lokið, nema á Breiðadalslínu sem á að komast í rekstur á ný á sunnudag. Nú liggur fyrir að tjón Landsnets vegna óveðursins er rétt um 120 milljónir króna. Um 80 milljónir eru vegna viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60 milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum, en tæplega 40 milljónir vegna framleiðslu varafls með dísilvélum. Þar er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets á Vestfjörðum langstærstur, eða um 30 milljónir króna, sem er aðallega olíukostnaður.Línur á lægri spennu í jörð en styrkja loftlínur á hærri spennu „Þær miklu skemmdir sem urðu á 66 kílóvolta (kV) kerfinu á Vestfjörðum eru dýrar, bæði fyrir okkur og Orkubú Vestfjarða. Þetta er því hvatning fyrir okkur um að halda áfram þeirri vinnu sem verið hefur í gangi á undanförnum misserum við að leggja 60 kV, og reyndar líka eftir atvikum 132 kV kerfin okkar í kapal þegar nýjar línur eru lagðar eða komið er að endurnýjun,“ segir Guðmundur Ingi. Sú krítíska staða sem rekstur flutningskerfisins var í á mánudagskvöldið er sögð sýna hversu brýnt er að fjölga flutningslínum sem þola betur veðurálag. Jafnframt þarf að styrkja tengingar milli landshluta og fjölga línum. Þannig megi ætla að Blöndulína 3, sem Landsnet hefur unnið að í sjö ár, hefði getað komið í veg fyrir straumleysið sem varð á Akureyri og í Eyjafirði ef hún hefði verið komin í gagnið. Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem verið hefur á döfinni hjá Landsneti í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á Austurlandi og gert resktur flutningskerfisins mun öruggari. Veður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir að beint tjón fyrirtækisins vegna óveðursins sem gekk yfir landið í byrjun vikunnar sé um 120 milljónir króna. Fyrirtækið telur þó afleitt tjón samfélagsins vera enn meira. „Það er afar líklegt að notendur hefðu orðið fyrir minna straumleysi í óveðrinu á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags ef styrkingar og endurbætur á flutningskerfinu hefðu verið komnar til framkvæmda. Það voru eingöngu eldri flutningslínur með trémöstrum sem skemmdust. Stærri línurnar okkar, sem eru bæði nýrri og með stálgrindarmöstrum, stóðust veðurálagið eins og til dæmis á Hallormsstaðarhálsi þar sem vindstyrkurinn fór yfir 72 metra á sekúndu í hviðum,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Trémöstur sem gáfu sig – stóru línurnar stóðust veðurálagið Alls brotnuðu 30 möstur í flutningskerfi Landsnets vegna vindálags og ísingar í fárviðrinu í byrjun vikunnar. Mest varð tjónið á Vestfjörðum þar sem 20 möstur gáfu sig í Breiðadalslínu 1 í Dýrafirði. Á Norðurlandi brotnuðu tvö möstur í Rangárvallalínu 1 í Blönduhlíð í Skagafirði og fjögur möstur í Kópaskerslínu 1. Á Austurlandi brotnuðu 4 möstur í Teigarhornslínu 1, rétt sunnan við Hryggstekk í Skriðdal. Skemmdir urðu einnig á Eyvindarálínu 1, milli Hryggstekks og Egilsstaða og á Prestbakkalínu 1, milli Sigöldu og Hóla við Hornafjörð. Viðgerð er lokið, nema á Breiðadalslínu sem á að komast í rekstur á ný á sunnudag. Nú liggur fyrir að tjón Landsnets vegna óveðursins er rétt um 120 milljónir króna. Um 80 milljónir eru vegna viðgerðarkostnaðar, þar af eru 60 milljónir vegna tjóns á Vestfjörðum, en tæplega 40 milljónir vegna framleiðslu varafls með dísilvélum. Þar er hlutur varaaflsstöðvar Landsnets á Vestfjörðum langstærstur, eða um 30 milljónir króna, sem er aðallega olíukostnaður.Línur á lægri spennu í jörð en styrkja loftlínur á hærri spennu „Þær miklu skemmdir sem urðu á 66 kílóvolta (kV) kerfinu á Vestfjörðum eru dýrar, bæði fyrir okkur og Orkubú Vestfjarða. Þetta er því hvatning fyrir okkur um að halda áfram þeirri vinnu sem verið hefur í gangi á undanförnum misserum við að leggja 60 kV, og reyndar líka eftir atvikum 132 kV kerfin okkar í kapal þegar nýjar línur eru lagðar eða komið er að endurnýjun,“ segir Guðmundur Ingi. Sú krítíska staða sem rekstur flutningskerfisins var í á mánudagskvöldið er sögð sýna hversu brýnt er að fjölga flutningslínum sem þola betur veðurálag. Jafnframt þarf að styrkja tengingar milli landshluta og fjölga línum. Þannig megi ætla að Blöndulína 3, sem Landsnet hefur unnið að í sjö ár, hefði getað komið í veg fyrir straumleysið sem varð á Akureyri og í Eyjafirði ef hún hefði verið komin í gagnið. Sömuleiðis hefði Kröflulína 3, sem verið hefur á döfinni hjá Landsneti í nokkur ár, styrkt raforkuflutning á Austurlandi og gert resktur flutningskerfisins mun öruggari.
Veður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira