„Þetta stríðir gegn réttlætiskennd okkar og siðferði“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. desember 2015 13:23 Arjan og systir hans voru send úr landi í skjóli nætur skjáskot Á þriðja þúsund hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag. Hrafn Jökulsson,blaðamaður og rithöfundur, einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar, segist vonast til að íslensk yfirvöld taki sig saman í andlitinu og leiðrétti þessi mistök.Sjá einnig: Hróðmar Helgason læknir Arjans: Skammarlegt að senda veik börn úr landi um miðja nótt„Þetta er eitthvað sem við þurfum að leiðrétta. Þetta eru hörmuleg mistök. Þetta er ekki bara brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem að kveður á um allar ákvarðanir yfirvalda sem snerta börn skulu byggðar á því sem börnunum er fyrir bestu. Þetta stríðir gegn réttlætiskennd okkar og siðferðiskennd. Við eigum að leiðrétta þessi mistök og það er ömurlegt að í aðdraganda þess að við skulum vera að búa okkur undir mikla hátíð til að minnast fæðingu drengs fyrir 2000 árum skulum við eiga svo ómanneskjulegt kerfi að þetta skuli geta gerst,“ segir Hrafn. Hann minnir á að við höfum öll orðið vitni að því þegar hægt var að fá Bobby Fischer til landsins. Þá hafi hvorki regluverkið né kerfið staðið í veginum. „Ég skora líka á yfirvöld að beita sér í málinu. Því er haldið fram að ráðherra hafi ekkert getað gert og geti ekkert gert en við vitum að það er ekki rétt. Ráðherrar hafa beitt sér í svona málum og ráðherrar hafa áhrifavald. Við sáum öll hvernig hægt var að bjarga Bobby Fischer með einum fingursmelli. Þá stóð ekki kerfið eða regluverkið í veginum.“ Viðtalið við Hrafn má heyra hér að neðan. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Á þriðja þúsund hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag. Hrafn Jökulsson,blaðamaður og rithöfundur, einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar, segist vonast til að íslensk yfirvöld taki sig saman í andlitinu og leiðrétti þessi mistök.Sjá einnig: Hróðmar Helgason læknir Arjans: Skammarlegt að senda veik börn úr landi um miðja nótt„Þetta er eitthvað sem við þurfum að leiðrétta. Þetta eru hörmuleg mistök. Þetta er ekki bara brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem að kveður á um allar ákvarðanir yfirvalda sem snerta börn skulu byggðar á því sem börnunum er fyrir bestu. Þetta stríðir gegn réttlætiskennd okkar og siðferðiskennd. Við eigum að leiðrétta þessi mistök og það er ömurlegt að í aðdraganda þess að við skulum vera að búa okkur undir mikla hátíð til að minnast fæðingu drengs fyrir 2000 árum skulum við eiga svo ómanneskjulegt kerfi að þetta skuli geta gerst,“ segir Hrafn. Hann minnir á að við höfum öll orðið vitni að því þegar hægt var að fá Bobby Fischer til landsins. Þá hafi hvorki regluverkið né kerfið staðið í veginum. „Ég skora líka á yfirvöld að beita sér í málinu. Því er haldið fram að ráðherra hafi ekkert getað gert og geti ekkert gert en við vitum að það er ekki rétt. Ráðherrar hafa beitt sér í svona málum og ráðherrar hafa áhrifavald. Við sáum öll hvernig hægt var að bjarga Bobby Fischer með einum fingursmelli. Þá stóð ekki kerfið eða regluverkið í veginum.“ Viðtalið við Hrafn má heyra hér að neðan.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira