Innlent

„Þetta stríðir gegn réttlætiskennd okkar og siðferði“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Arjan og systir hans voru send úr landi í skjóli nætur
Arjan og systir hans voru send úr landi í skjóli nætur skjáskot
Á þriðja þúsund hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag. 

Hrafn Jökulsson,blaðamaður og rithöfundur, einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar, segist vonast til að íslensk yfirvöld taki sig saman í andlitinu og leiðrétti þessi mistök.

Sjá einnig: Hróðmar Helgason læknir Arjans: Skammarlegt að senda veik börn úr landi um miðja nótt

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að leiðrétta. Þetta eru hörmuleg mistök. Þetta er ekki bara brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem að kveður á um allar ákvarðanir yfirvalda sem snerta börn skulu byggðar á því sem börnunum er fyrir bestu. Þetta stríðir gegn réttlætiskennd okkar og  siðferðiskennd. Við eigum að leiðrétta þessi mistök og það er ömurlegt að í aðdraganda þess að við skulum vera að búa okkur undir mikla hátíð til að minnast fæðingu drengs fyrir 2000 árum skulum við eiga svo ómanneskjulegt kerfi að þetta skuli geta gerst,“ segir Hrafn.

Hann minnir á að við höfum öll orðið vitni að því þegar hægt var að fá Bobby Fischer til landsins. Þá hafi hvorki regluverkið né kerfið staðið í veginum.

„Ég skora líka á yfirvöld að beita sér í málinu. Því er haldið fram að ráðherra hafi ekkert getað gert og geti ekkert gert en við vitum að það er ekki rétt. Ráðherrar hafa beitt sér í svona málum og ráðherrar hafa áhrifavald. Við sáum öll hvernig hægt var að bjarga Bobby Fischer með einum fingursmelli. Þá stóð ekki kerfið eða regluverkið í veginum.“

Viðtalið við Hrafn má heyra hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×