Hróðmar Helgason læknir Arjans: Skammarlegt að senda veik börn úr landi um miðja nótt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. desember 2015 19:43 Hróðmar Helgason barnalæknir segist hafa skömm á þeim verknaði að senda veik börn úr landi í skjóli nætur. Hann var læknir Arjans hjartveika drengsins frá Albaníu og segist hafa meðhöndlað hann eins og íslensk börn. Hann hafi ekki átt von á öðru en að drengurinn myndi gangast undir aðgerð hér en séð í fréttum að hann væri á leið úr landi. Tvær albanskar fjölskyldur með langveik börn fóru úr landi með sömu vél. Arjan sem er með meðfæddan hjartagalla og drengur með alvarlegan slímseigjusjúkdóm sem er sýnu alvarlegri. Hróðmar Helgason barnalæknir annaðist Arjan litla meðan hann dvaldi hér á landi. Ekki var haft samband við hann og spurt hvort það væri læknisfræðilega verjandi að vísa drengnum frá.Sagt að Íslendingar myndu ekki borga reikninginnFaðirinn sagði í viðtali við Stöð 2 á þriðjudag að hann hefði ekki komið hingað til að græða peninga heldur til að bjarga sjálfum sér og syni sínum. Fjölskyldan sótti um hæli, fékk synjun og ákvað að áfrýja úrskurðinum. Um ástæður þess að þau drógu áfrýjun sína til baka áður en niðurstaða lá fyrir, sagðist faðir Arjans hafa fengið þær upplýsingar ítrekað, til að mynda frá félagsráðgjafa sínum, að sonur hans fengi ekki að fara í aðgerð hér á landi. Slík aðgerð væri dýr og Íslendingar ætluðu ekki að borga reikninginn. Hróðmar segir málið allt hafa komið afskaplega illa við sig þótt hann trúi því að drengurinn muni spjara sig. Hann segist skammast sín sem Íslendingur fyrir að svona sé komið fram við veik börn. Foreldrar reyni allar leiðir til bjarga börnunum sínum þegar þau veikist. Það sé ekki annað en skiljanlegt. „Þegar ég horfði á litla drenginn labba út úr íbúðinni með litla tuskudýrið sitt. Það var ekki hægt að láta það afskiptalaust.“ Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hróðmar Helgason barnalæknir segist hafa skömm á þeim verknaði að senda veik börn úr landi í skjóli nætur. Hann var læknir Arjans hjartveika drengsins frá Albaníu og segist hafa meðhöndlað hann eins og íslensk börn. Hann hafi ekki átt von á öðru en að drengurinn myndi gangast undir aðgerð hér en séð í fréttum að hann væri á leið úr landi. Tvær albanskar fjölskyldur með langveik börn fóru úr landi með sömu vél. Arjan sem er með meðfæddan hjartagalla og drengur með alvarlegan slímseigjusjúkdóm sem er sýnu alvarlegri. Hróðmar Helgason barnalæknir annaðist Arjan litla meðan hann dvaldi hér á landi. Ekki var haft samband við hann og spurt hvort það væri læknisfræðilega verjandi að vísa drengnum frá.Sagt að Íslendingar myndu ekki borga reikninginnFaðirinn sagði í viðtali við Stöð 2 á þriðjudag að hann hefði ekki komið hingað til að græða peninga heldur til að bjarga sjálfum sér og syni sínum. Fjölskyldan sótti um hæli, fékk synjun og ákvað að áfrýja úrskurðinum. Um ástæður þess að þau drógu áfrýjun sína til baka áður en niðurstaða lá fyrir, sagðist faðir Arjans hafa fengið þær upplýsingar ítrekað, til að mynda frá félagsráðgjafa sínum, að sonur hans fengi ekki að fara í aðgerð hér á landi. Slík aðgerð væri dýr og Íslendingar ætluðu ekki að borga reikninginn. Hróðmar segir málið allt hafa komið afskaplega illa við sig þótt hann trúi því að drengurinn muni spjara sig. Hann segist skammast sín sem Íslendingur fyrir að svona sé komið fram við veik börn. Foreldrar reyni allar leiðir til bjarga börnunum sínum þegar þau veikist. Það sé ekki annað en skiljanlegt. „Þegar ég horfði á litla drenginn labba út úr íbúðinni með litla tuskudýrið sitt. Það var ekki hægt að láta það afskiptalaust.“
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira