Kvartað undan rottugangi í Vesturbænum: „Þetta er úti um allt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2015 21:30 Þetta er ekki íslensk rottuhrúga. Vísir/Getty „Þetta er út um allt“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, um rottugang í Vesturbænum í Reykjavík en hún vakti athygli á rottugangi í Vesturbænum í umræðuhópnum Vesturbær á Facebook. Ásthildur hefur lengi verið með annan fótinn í Vesturbænum og á íbúð í Hagamel og þekkir því vel til hverfisins. Hún segir að lengst hafi hún aldrei orð var við rottugang en það hafi breyst á undanförnum árum. „Í gamla daga, þegar ég var lítil, þótti rottugangur vera það hræðilegasta sem hægt var að vita um. Ég hef orðið vör við þetta síðastliðin þrjú ár en áður sá maður þetta varla.“Sjá einnig: Rottur sýnilegri í borginni en fyrri árÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar og íbúi í Vesturbæ ReykjavíkurVísir/AntonÁsthildur vekur máls á þessu í umræðuhópnum Vesturbær á Facebook og í ummælum má sjá að íbúar í hverfinu hafa sumir hverjir orðið varir við rottur. Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að heimilisfræðikennari við Melaskóla hefði hætt störfum vegna rottugangs. Skemmst er að minnast þess að rottur virtust leika lausum af hala af miklum móð í sumar og síðastliðið sumar og skelltu sér í sund í Vesturbæjarlaug eins og sannir Vesturbæingar.Nýr rottufaraldur í Vesturbænum? Því má vel spyrja sig að því hvort að hægt sé að tala um rottufaraldur í Vesturbænum? Vísir ræddi við tvo meindýraeyði sem hafa upplifað eitt og annað í þessum efnum en eru þó ekki alveg á sama máli. Steinar Smári Guðbergsson, betur þekktur sem meindýraeyðir Íslands, segist sinna rottuútköllum nokkrum sinnum í hverri viku. „Það er meira af rottum í Reykjavík og það virðist vera meira um þetta síðastliðin tvo ár. Það hefur verið mikið af framkvæmdum víðsvegar í borginni, opin skólprör og annað sem fylgir því. Það ýtir undir það að fólk verði vart við þetta.“Sjá einnig: „Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“Vísir talaði einnig við meindýraeyðinn Smára Sveinsson sem segist reglulega sinna útköllum vegna rottugangs en tæplega sé hægt að tala um rottufarald í þessum efnum. „Ég hef verið í þessum bransa í tuttugu ár og þetta er alltaf bara mjög svipað, það er lítið um sveiflur. Þetta er kannski meira áberandi í 101 þar sem hafa verið mikið af framkvæmdum en þetta er ekkert endilega bundið við Vesturbæinn.“Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðirVísir/Andri MarinóTil skammar fyrir Vesturbæinn Ásthildur, sem er ekki bara bæjarstjóri Vesturbyggðar heldur einnig stjórnsýslufræðingur, segir að sameinað átak borgarbúa og borgaryfirvalda þurfi til þess að stemma stigu við rottugangi í borginni. „Íbúar eiga að sjá til þess að fráveita og skólplagnir í húsum og við hús sé í lagi og borginni ber skylda til þess að sjá til þess að það sem tekur við því sé í lagi. Mér finnst þetta hreinlega til skammar fyrir Vesturbæinn, eitthvað dýrasta hverfi landsins.“Sjá einnig: Sá rottu bíta barnEn hvað er hægt að gera?Meindýraeyðarnir Smári og Steinar eru sammála um að lítið sé hægt að eiga við þær úti en fólk geti gert ýmislegt til þess að koma í veg fyrir að þær leiti inn á við. Mikilvægt sé að tryggja að skólplagnir séu í lagi auk þess sem að gott geti verið að setja net í glugga sem eru við jörðu. „Svo er gott að huga vel að niðurföllum sem eru inn í íbúðum. Það kemur fyrir að rottur séu búinn að ýta eða naga niðurfallsgrindur í burtu og þannig geta þær komist inn,“ segir Steinar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Andri Svansson hjá Proline tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Þetta er út um allt“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, um rottugang í Vesturbænum í Reykjavík en hún vakti athygli á rottugangi í Vesturbænum í umræðuhópnum Vesturbær á Facebook. Ásthildur hefur lengi verið með annan fótinn í Vesturbænum og á íbúð í Hagamel og þekkir því vel til hverfisins. Hún segir að lengst hafi hún aldrei orð var við rottugang en það hafi breyst á undanförnum árum. „Í gamla daga, þegar ég var lítil, þótti rottugangur vera það hræðilegasta sem hægt var að vita um. Ég hef orðið vör við þetta síðastliðin þrjú ár en áður sá maður þetta varla.“Sjá einnig: Rottur sýnilegri í borginni en fyrri árÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar og íbúi í Vesturbæ ReykjavíkurVísir/AntonÁsthildur vekur máls á þessu í umræðuhópnum Vesturbær á Facebook og í ummælum má sjá að íbúar í hverfinu hafa sumir hverjir orðið varir við rottur. Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að heimilisfræðikennari við Melaskóla hefði hætt störfum vegna rottugangs. Skemmst er að minnast þess að rottur virtust leika lausum af hala af miklum móð í sumar og síðastliðið sumar og skelltu sér í sund í Vesturbæjarlaug eins og sannir Vesturbæingar.Nýr rottufaraldur í Vesturbænum? Því má vel spyrja sig að því hvort að hægt sé að tala um rottufaraldur í Vesturbænum? Vísir ræddi við tvo meindýraeyði sem hafa upplifað eitt og annað í þessum efnum en eru þó ekki alveg á sama máli. Steinar Smári Guðbergsson, betur þekktur sem meindýraeyðir Íslands, segist sinna rottuútköllum nokkrum sinnum í hverri viku. „Það er meira af rottum í Reykjavík og það virðist vera meira um þetta síðastliðin tvo ár. Það hefur verið mikið af framkvæmdum víðsvegar í borginni, opin skólprör og annað sem fylgir því. Það ýtir undir það að fólk verði vart við þetta.“Sjá einnig: „Höfum fundið rottur á þriðju hæð í fjölbýlishúsi“Vísir talaði einnig við meindýraeyðinn Smára Sveinsson sem segist reglulega sinna útköllum vegna rottugangs en tæplega sé hægt að tala um rottufarald í þessum efnum. „Ég hef verið í þessum bransa í tuttugu ár og þetta er alltaf bara mjög svipað, það er lítið um sveiflur. Þetta er kannski meira áberandi í 101 þar sem hafa verið mikið af framkvæmdum en þetta er ekkert endilega bundið við Vesturbæinn.“Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðirVísir/Andri MarinóTil skammar fyrir Vesturbæinn Ásthildur, sem er ekki bara bæjarstjóri Vesturbyggðar heldur einnig stjórnsýslufræðingur, segir að sameinað átak borgarbúa og borgaryfirvalda þurfi til þess að stemma stigu við rottugangi í borginni. „Íbúar eiga að sjá til þess að fráveita og skólplagnir í húsum og við hús sé í lagi og borginni ber skylda til þess að sjá til þess að það sem tekur við því sé í lagi. Mér finnst þetta hreinlega til skammar fyrir Vesturbæinn, eitthvað dýrasta hverfi landsins.“Sjá einnig: Sá rottu bíta barnEn hvað er hægt að gera?Meindýraeyðarnir Smári og Steinar eru sammála um að lítið sé hægt að eiga við þær úti en fólk geti gert ýmislegt til þess að koma í veg fyrir að þær leiti inn á við. Mikilvægt sé að tryggja að skólplagnir séu í lagi auk þess sem að gott geti verið að setja net í glugga sem eru við jörðu. „Svo er gott að huga vel að niðurföllum sem eru inn í íbúðum. Það kemur fyrir að rottur séu búinn að ýta eða naga niðurfallsgrindur í burtu og þannig geta þær komist inn,“ segir Steinar.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Andri Svansson hjá Proline tók í lögnum húss í borginni. „Þetta sýnir vel þar sem lagnir hafa dregist í sundur og það myndast gat milli samskeyta. Í myndbandinu sjást rotturnar koma sér út um samskeytin og koma sér upp bæli,“ segir Andri.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira