Myndskeiði af Júlíu dreift á klámsíðum: Segir að enginn dómur yfir manninum muni milda áhrifin Bjarki Ármannsson skrifar 15. desember 2015 21:00 Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Júlía Birgisdóttir varð fyrir því að maður sem hún átti í sambandi við fyrir þremur árum tók upp myndband af henni án hennar vitneskju þegar þau sváfu saman og setti á internetið. Hún er ekki nafngreind á myndbandinu, sem hún segir nú að finna á mörg hundruð erlendum klámsíðum. Júlía, sem sagði sögu sína í Kastljósi á RÚV í kvöld, hefur kært málið til lögreglu og höfðað einkarefsimál gegn manninum þar sem hún treystir því ekki að lögregla gefi út ákæru í málinu. Nú er hálft ár liðið frá því Júlía kærði málið og er það enn í rannsókn að sögn lögreglu.Sjá einnig: Brást trausti sautján ára íslenskrar stúlku og dreifði nektarmyndskeiði Maðurinn bjó erlendis á meðan þau Júlía áttu í sambandi. Hún segir samskipti þeirra, sem fóru að mestu leyti fram í gegnum netið, aldrei hafa verið mjög neikvæð. „Við rifumst aldrei, hann hótaði mér aldrei. Hann átti engra harma að hefna gegn mér,“ segir Júlía.Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er.Vísir/GettyMaðurinn spurði að sögn Júlíu einu sinni hvort hann mæti taka kynlíf þeirra upp en hún neitaði. Hann gerði það þó í síðasta skiptið sem þau hittust, án leyfi hennar. Júlía segist ekki hafa vitað af upptökunni fyrr en hún komst á snoðir um að hún væri á netinu um síðustu áramót, tveimur árum eftir að upptakan var gerð.Sjá einnig: Lögreglan máttarlaus gagnvart nektarmyndum á netinu„Það verður engin upphæð nógu há til þess að afleiðingarnar verði skárri fyrir mig,“ segir Júlía. „Enginn dómur sem hann er að fara að fá breytir neinu um þau áhrif sem þetta hafði á mig.“ Lögmaður mannsins, sem vildi ekki tjá sig um málið við Kastljós, segir hann neita sök. Júlía segist til að byrja með hafa reynt að fá manninn til gangast við brotinu en hann ekki gert það. Hún segir að einlæg afsökunarbeiðni hefði á sínum tíma verið nóg. Júlía segist í viðtalinu ekki vilja nota hugtakið hefndarklám, sem gefi til kynna að fórnarlambið hafi gert eitthvað til að eiga þetta skilið. Gísli Tryggvason, lögmaður Júlíu, stingur upp á að nota hugtakið „vefrænt kynferðisbrot“ yfir brot sem þessi. Þess ber að geta að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp, sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram í fyrra, um að hægt verði að refsa fyrir hefndarklám með allt að tveggja ára fangelsisdómi.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira