Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70 Sæunn Gísladóttir skrifar 17. desember 2015 07:00 Meðal stofnana sem Viðskiptaráð Íslands vill leggja niður er Íbúðalánasjóður. Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira