Dagar Þróunarsamvinnustofnunar taldir Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2015 20:16 Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02
Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15
Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00
Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30