RÚV frumvarpið á síðasta snúningi í ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2015 12:52 Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira