RÚV frumvarpið á síðasta snúningi í ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2015 12:52 Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Líkur eru á að menntamálaráðherra fái frumvarp um Ríkisútvarpið afgreitt út úr ríkisstjórn í dag. Fjármálaráðherra segir að staðið hafi á nákvæmari upplýsingum um fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki fengið frumvarp sitt um breytingar á útvarpsgjaldi vegna Ríkisútvarpsins afgreitt í ríkisstjórn í um þrjár vikur en ef takast á að afgreiða málið á Alþingi þarf ríkisstjórnin að samþykkja frumvarpið í dag. Það var ekki gert á ríkisstjórnarfundi í morgun en hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu til að ráðherrar gætu mætt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fundarhléi að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar síðar í dag.Heldur þú að niðurstaða fáist á þeim fundi? „Ég bíð eftir að heyra tillögu hans fyrir fundinn. Þannig að við skulum bara sjá,” sagði Bjarni.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni? „Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni.Er nauðsynlegt að fá niðurstöðu í þetta áður en þing fer heim í jólaleyfi? „Það er mikilvægt að það komi skýr svör að minnsta kosti já,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu eftir hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að hlé var gert á ríkisstjórnarfundinum í morgun. En fullyrt hefur verið að andstaðan við frumvarp menntamálaráðherra um óbreytt útvarpsgjald á næsta ári sé aðallega hjá forsætisráðherra og þá hefur verið þrýst á aukin framlög til Landsspítalans. Hvort eftirseta ráðherranna tveggja er til marks um að breytingar verði gerðar á þessum tveimur málaflokkum fyrir jól skal ósagt látið og menntamálaráðherra var spar á yfirlýsingar í fundarhléi á hlaupum í atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Ég er alltaf vongóður,” sagði Illugi á hlaupum í fundarhléi á leið í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Ríkisstjórnin settist aftur á fund um klukkan half eitt og því ætti niðurstaða að fast í málefni RÚV fyrir kvöldið.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira