Landspítalinn fær milljarð króna á næsta ári svo hægt verði að sinna bráðaþjónustu betur og 250 milljónir króna renna til viðhalds á spítalanum. Þetta kom fram hjá Heimi Má Péturssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2.
„Svona tillaga er afrakstur langrar vinnu, umræðu og greiningarvinnu,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, í myndveri í kvöldfréttum RÚV. „Þetta er niðurstaða vinnu í ráðuneytinu, fjárlaganefnd, ríkisstjórn og með Landspítalanum með það meginmarkmið að bæta heilbrigðisþjónustu við landsmenn.“
Áðurnefndur milljarður verður nýttur til að taka á fráflæðisvanda Landsspítalans þannig að fleiri sjúkrapláss verði fyrir bráðatilfelli. Með aðgerðunum er stefnt að því að bæta þá þjónustu sem aldraðir fá og færa hana í auknum mæli út fyrir veggi spítalans.
Ef allt gengur eftir verður fjárlagatillagan að lögum á morgun. Jólafrí þingmanna gæti hafist á morgun og mun þinghlé standa til 19. janúar 2016.
Landspítalinn fær 1.250 milljónir til viðbótar

Tengdar fréttir

Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu formann fjárlaganefndar harðlega við upphaf þingfundar í dag.

„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“
Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar.

Forstjóri Landspítalans fagnar fyrirhugaðri greiningu
Mikilvæg leið og skynsamleg, segir Páll Matthíasson.

Styðja forsvarsmenn Landspítalans af heilum hug
Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítalans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem minnt er á að hlutverk Alþingis "og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.“