Innlent

Forstjóri Landspítalans fagnar fyrirhugaðri greiningu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir tillögu heilbrigðisráðherra um að láta gera athugun á fjárhagsgrunni Landspítala mikilvæga og skynsamlega leið til að mæta þeim áhyggjum sem lúta að langtímafjármögnun. Með því móti sé hægt að sjá hvað rekstur spítalans kosti í samanburði við aðra spítala í nágrannalöndum.

Þrjátíu milljónir fara af fjárlögum næsta árs til að greina rekstur og starfsemi Landspítalans, að tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Því fagnar forstjórinn. „Við vitum að árangur Landspítala er á mörgum sviðum en rekstrarkostnaður óvenju lágur og fögnum við því að farið sé að skoða tölurnar,“ skrifar Páll í forstjórapistli sínum á vef Landspítalans.

Hann segir það langtímaverkefni að bæta undirfjármögnun til áratuga. Því verkefni verði best mætt með því að bæta fjármögnunarmódel spítalans þannig að fé fylgi verkefnum. Launabætur eigi að vera í samræmi við útborguð laun og fé til viðhalds bygginga í samræmi við þörf. Slíkar kerfisbreytingar taki tíma enda hugsaðar til lengri framtíðar.

„Ég heimsótti Grensás í morgun og sá að ástandið er mjög erfitt," segir Páll.vísir/ernir
Þá segir Páll að til skemmri tíma sé afar mikilvægt að halda til haga þeim vanda sem blasi við í fjármögnun spítalans á næsta ári, enda þurfi hann að hafa burði til að sinna skyldu sinni sem þjóðarsjúkrahús.

Kostnaðarsamt neyðarviðhald framundan

Hann tekur jafnframt fram að snjókoma og veðrabrigði síðustu daga hafi reynt óvenju mikið á húsakost. Sjúklingar á Grensási og við Hringbraut vöknuðu við það að vatn fossaði niður um sprungur og göt í loftum.

„Ég heimsótti Grensás í morgun og sá að ástandið er mjög erfitt. Í báðum tilfellum er um að ræða óvenjulegt álag en jafnframt húsnæði sem löngu er tímabært að laga.  Fjármagn til viðhalds húsakosts spítalans hefur verið takmarkað og ekki unnt að  að sinna viðhaldi í tíma.  Því bíður okkar nú kostnaðarsamt neyðarviðhald sem verður þá að koma


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×