Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 15:45 Páll Matthíasson og Vigdís Hauksdóttir vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“ Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins og formann fjárlaganefndar, við upphaf þingfundar í dag vegna orða hennar um það að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi, meðal annars af Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Páll sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sleginn yfir þeirri framkomu sem hann hafi mætt - fjárlanaganefnd Alþingis nánast saki stjórnendur spítalans um stöðugt væl. Vigdís líkti orðum Páls við andlegt ofbeldi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að forstjóri Landspítalans ætti ekki að þurfa að sæta því að formaður fjárlaganefndar fari út með opinberar yfirlýsingar um andlegt ofbeldi.Vilja að forseti beiti sér í málinu „Framganga formanns fjárlaganefndar gagnvart forstjóra Landspítalans er með öllu óþolandi. Þetta er ekki hægt, virðulegur forseti,“ sagði Helgi. Hann sagði það grundvallaratriði að hægt væri að ræða málin á nefndarfundum á málefnalegan hátt þótt skoðanir væru skiptar. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess.“ Undir orð hans tók Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún biðlaði til forseta þingsins um að taka á málinu með viðeigandi hætti því virðing Alþingis væri í húfi. Þingið setti niður svo eftir væri tekið með ummælum Vigdísar. Þá kom Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, einnig í pontu og kallaði eftir því að forseti þingsins tæki á málinu. „Mér finnst það mjög alvarlegt þegar formaður fjárlaganefndar tjáir sig á þennan hátt. [...] Hún tjáir sig um að þetta hafi verið andlegt ofbeldi og mér finnst það svo alvarlegt að ég á eiginlega ekki til orð,“ sagði Birgitta.„Mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi“ Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það margítrekað hafa komið fram að þjóðin vilji átak og sátt í heilbrigðismálum hér á landi. Þá hefðu jafnframt komið fram þverpólitískar yfirlýsingar á Alþingi í þá veru og því væri mikilvægt að samtalið milli þingsins og heilbrigðiskerfisins væri uppbyggilegt og á réttum nótum. „Ég vil taka undir með öðrum þingmönnum að það er mjög hættulegt að verðfella hugtak eins og ofbeldi eða andlegt ofbeldi vegna þess að nóg er nú af því í samfélaginu, og ef að við alþingismenn, sem höfum verið kjörin af samfélaginu, þolum ekki okkar atlæti, þá held ég að það sé ekki mikil eftirspurn eftir þeirri skoðun.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir orð annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni. Hún sagði Vigdísi Hauksdóttur ekki aðeins draga embættið sem hún gegnir niður í svaðið heldur þingið allt. „Við öll erum sett niður við svona háttalag. Það er ekki verið að fara til fjárlaganefndar til að gera grein fyrir erfiðri stöðu Landspítalans út af engu. Það er auðvitað bara grafalvarleg staða sem menn geta ekki leyft sér að vera svo með í framhaldinu svona skæting eins og háttvirtur formaður fjárlaganefndar hefur gert.“
Tengdar fréttir Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50
Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Formaður fjárlaganefndar segir mikið þrýst á nefndina við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Óréttlát ásökun um stöðugt væl segir forstjóri Landsspítalans. 29. nóvember 2015 19:18