Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 17:24 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í pistli á heimasíðu félagsins að ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. Þá segir hann ýmislegt hafa komið fram í deilunni „sem við sem samfélag verðum að skoða mjög alvarlega.“ Að mati Guðmundar snýst málið ekki bara um kaup og störf þeirra sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi heldur telur hann að fyrirtækið geti hugsanlega valdið efnahagslegum skaða fyrir samfélagið allt. „Við stóðum frammi fyrir alþjóðlegum auðhring þar sem álverið í Straumsvík og málefni þess eru vasapeningar fyrir þessa aðila sem reka og stjórna Rio Tinto og horfa aðeins á ársfjórðungsuppgjör fyrir hluthafa og bónusana sína. Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur. Þetta er líka nýr veruleiki fyrir okkur sem samfélag, sem hefur verið að þróast mjög hratt vegna stöðu efnahagsmála heimsins. Þessi alþjóðafyrirtæki hugsa eingöngu í gróða og inn í þeim hugsunum rúmast ekki afleiðingar gjörða þeirra á samfélög og einstaklinga.“ Guðmundur segir þetta ekki hafa verið spurningu um að fara í verkfall, sjá svo fyrir að það yrði samið og fyrirtækið færi aftur í rekstur. Þvert á móti hafi menn staðið frammi fyrir því að fyrirtækinu yrði lokað, en pistil Guðmundar má lesa í heild sinni hér. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í pistli á heimasíðu félagsins að ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. Þá segir hann ýmislegt hafa komið fram í deilunni „sem við sem samfélag verðum að skoða mjög alvarlega.“ Að mati Guðmundar snýst málið ekki bara um kaup og störf þeirra sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi heldur telur hann að fyrirtækið geti hugsanlega valdið efnahagslegum skaða fyrir samfélagið allt. „Við stóðum frammi fyrir alþjóðlegum auðhring þar sem álverið í Straumsvík og málefni þess eru vasapeningar fyrir þessa aðila sem reka og stjórna Rio Tinto og horfa aðeins á ársfjórðungsuppgjör fyrir hluthafa og bónusana sína. Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur. Þetta er líka nýr veruleiki fyrir okkur sem samfélag, sem hefur verið að þróast mjög hratt vegna stöðu efnahagsmála heimsins. Þessi alþjóðafyrirtæki hugsa eingöngu í gróða og inn í þeim hugsunum rúmast ekki afleiðingar gjörða þeirra á samfélög og einstaklinga.“ Guðmundur segir þetta ekki hafa verið spurningu um að fara í verkfall, sjá svo fyrir að það yrði samið og fyrirtækið færi aftur í rekstur. Þvert á móti hafi menn staðið frammi fyrir því að fyrirtækinu yrði lokað, en pistil Guðmundar má lesa í heild sinni hér.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09