Íslensk fóstureyðingarlög úrelt og niðurlægjandi Þórhildur Þorkeldóttir skrifar 5. desember 2015 19:15 Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Gildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975, en samkvæmt þeim eru konur enn formlega í þeirri stöðu, vilji þær enda meðgöngu sína, að tveir óskyldir aðilar, tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafi þurfi að samþykkja beiðni þeirra um fóstureyðingu.„Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun,“ segir Silja.Fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn birtu fyrr í vikunni grein í Læknablaðinu þar sem fram kemur að tími sé til kominn að huga að endurmati á fóstureyðingarlögum á Íslandi, og láta þannig þau sjónarmið sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna ráða för. Undir það tekur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bók sem byggir á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingar hér á landi. „Við erum með dæmi frá konum sem að tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli. Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun. Ég hef líka hitt konu sem lýsir því að hún var hreinlega komin inn á deild og það átti að fara að framkvæma fóstureyðinguna þegar læknarnir skipta um skoðun og það er bakkað út úr. Ef að lögin eru svona þá er mjög auðvelt að skapa ástand þar sem konur ráða þessu ekki sjálfar, “ segir Silja Bára. Þetta sé úr takti við nútímasjónarmið. „Mér finnst þetta rangt. Þetta er eitt mikilvægasta skref í réttindabaráttu kvenna, aðgangur að öruggum fóstureyðingum. Að konur geti ekki ákveðið sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn er hamlandi, það takmarkar þeirra sjálfsákvörðunarrétt og skerðir þeirra lífsgæði,“ segir Silja Bára. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn segja tímabært að endurmeta fóstureyðingarlög, en ólíkt nágrannalöndum okkar eru fóstureyðingar ekki frjálsar hér á landi. Sérfræðingur segir ferlið eins og það er í dag niðurlægjandi og lögin brjóta á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Gildandi lög um fóstureyðingar eru frá árinu 1975, en samkvæmt þeim eru konur enn formlega í þeirri stöðu, vilji þær enda meðgöngu sína, að tveir óskyldir aðilar, tveir læknar, eða læknir og félagsráðgjafi þurfi að samþykkja beiðni þeirra um fóstureyðingu.„Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun,“ segir Silja.Fjórir reyndir heilbrigðisstarfsmenn birtu fyrr í vikunni grein í Læknablaðinu þar sem fram kemur að tími sé til kominn að huga að endurmati á fóstureyðingarlögum á Íslandi, og láta þannig þau sjónarmið sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna ráða för. Undir það tekur Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem nýlega gaf út bók sem byggir á reynslusögum kvenna sem farið hafa í fóstureyðingar hér á landi. „Við erum með dæmi frá konum sem að tala um niðurlægingu, að þurfa að spyrja einhvern annan og efann sem vaknar hjá konum þegar þær fara í gegnum þetta ferli. Það stendur á blaðinu umsókn, það lýsir því mjög skýrt að það er ekki þín ákvörðun. Ég hef líka hitt konu sem lýsir því að hún var hreinlega komin inn á deild og það átti að fara að framkvæma fóstureyðinguna þegar læknarnir skipta um skoðun og það er bakkað út úr. Ef að lögin eru svona þá er mjög auðvelt að skapa ástand þar sem konur ráða þessu ekki sjálfar, “ segir Silja Bára. Þetta sé úr takti við nútímasjónarmið. „Mér finnst þetta rangt. Þetta er eitt mikilvægasta skref í réttindabaráttu kvenna, aðgangur að öruggum fóstureyðingum. Að konur geti ekki ákveðið sjálfar hvort og hvenær þær eignast börn er hamlandi, það takmarkar þeirra sjálfsákvörðunarrétt og skerðir þeirra lífsgæði,“ segir Silja Bára.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira