Einar Magnús um nöfn á óveðrum: Væri að æra óstöðugan að nefna hverja lægð Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2015 11:28 Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, þá gæti nafngift hjálpað til og auðveldað alla umræðu. Mynd/Belgingur Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan. Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur á Belgingi, segir að vel mætti skoða að gefa lægðum á borð við þá sem nú mun fara yfir landið nafn. Hann segir að umræða um slíkar nafngiftir hafi þó aldrei orðið alvarleg hér á landi. Einar Magnús segir að Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu byrjað á því að gefa fellibyljum nafn. „Það var gert til að fyrirbyggja misskining og auðvelda samskipti milli þeirra sem málið varðaði. Bandaríkin eru stórt land og það geta verið nokkur veðurkerfi sem þarf að vara við hverju sinni. Í raun er þetta mjög praktískt á stað eins og þar, en á Íslandi er yfirleitt einungis varað við einu kerfi í einu. Það skapar ekki rugling meðal mismunandi aðila eins og getur gerst á stærri stöðum eins og Bandaríkjunum.“Gæti auðveldað alla umræðu Einar Magnús segir að eftir að óveðrinu sloti, og þegar verið er að bera saman óveður yfir tíma, gæti nafngift þó hjálpað til og auðveldað alla umræðu. „Það mætti alveg skoða það að gefa þeim nafn. Það þyrfti þó ekki að nefna hverja einustu lægð sem kemur landsins. Það væri til að æra óstöðugan. Ef veður verður hins vegar jafn slæmt og virðist ætla að verða á eftir, þá finnst mér að það mætti nú alveg gefa því nafn.“Norðurlönd byrjuð að gefa lægðum nafn Norðurlönd hafa nú tekið upp að nefna lægðir sem fara yfir. Þannig hefur stormurinn Helga gengið yfir Svíþjóð í gær og í dag, auk þess að Gormur fór yfir í síðustu viku. „Já, þeir eru byrjaðir á þessu. En þar er sama vandamál uppi og í Bandaríkjunum, þar sem getur verið eitt óveður í Norður-Noregi og annað í suðurhluta landsins.“Hvað finnst þér annars að þessi lægð ætti að heita? Ættum við að byrja á Almari?„Það er ekki verri hugmynd en hvað annað,“ segir Einar Magnús. Nánar má fræðast um nafngiftir á fellibyljum á Vísindavefnum. Vísir hvetur lesendur til að koma með tillögur að nafni á óveðrinu í kommentakerfinu að neðan.
Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira