Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2015 09:11 Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. GVA Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni. Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Orðunefnd lagði það til samhljóða að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, yrði sviptur orðunni, að sögn Guðna Ágústssonar formanns nefndarinnar. Orðunefnd ræður málefnum hinnar íslensku fálkaorðu og skipa fimm manns hana, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Rakel Olsen framkvæmdastjóri, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri, Ólafur Egilsson fyrrverandi sendiherra og Örnólfur Thorsson orðuritari. Þessi ákvörðun orðunefndar að svipta manni réttinum til að bera fálkaorðuna, á sér ekki fordæmi. „Þetta hefur ekki gerst áður að orðuhafi hafi fengið slíkan dóm sem Sigurður hefur hlotið,“ segir Guðni.Hlaut orðuna fyrir forystu í útrásinniSigurður hlaut orðuna fyrir forystu í útrás íslenskra fjármálastarfsemi en hefur eftir hrun verið dæmdur í fangelsi fyrir markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Hann afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Kvíabryggju. Guðni segir orðunefnd hafa farið vandlega yfir málið, hvort það ætti sér einhver fordæmi hér heima eða ytra. Segir Guðni dæmi um að orðuhafar hafi verið sviptir réttinum til að bera þær á Norðurlöndunum. Í þrettándu grein forsetabréfs um fálkaorðuna kemur fram að stórmeistari, sem er forseti Íslands, geti að ráði orðunefndar svipt hvern þann sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.Sigurður Einarsson og Ólafur Ragnar Grímsson ræðast við.VísirForsetaembættið tilkynnti Sigurði um ákvörðunina Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar síðastliðnum og greindi Guðni frá því að orðunefnd myndi koma saman og ræða hvort til greina komi að svipta Sigurði rétti til að bera orðuna. Tíu mánuðum síðar er niðurstaðan ljós en Guðni segir nokkrar vikur síðan þessi ákvörðun var tekin innan orðunefndar. Var það embætti forseta Íslands sem tilkynnti Sigurði þessa ákvörðun bréfleiðis. Guðni segir það vera rétt orðunefndar að veita mönnum orðunum og einnig rétt nefndarinnar að svipta menn réttinum til að bera hana. Með þessari ákvörðun sé ekki farið fram á að Sigurður skili orðunni en það verður þó að gera á einhverjum tímapunkti í öllum tilvikum líkt og segir í fjórtándu grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu: „Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“Sigurður talinn meðal helstu samstarfsmanna forsetaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigurður Einarsson áttu í ágætis samstarfi fyrir hrun ef marka má rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008. Í skýrslunni er meðal annars tekið dæmi úr bókinni Sögur af forseta en þar segir að Sigurður Einarsson hafi verið tíður gestur á Bessastöðum og sama megi segja um forráðamenn annarra banka. Sérstaklega er tekið fram að frá árinu 2000 hefði Ólafur Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í skýrslunni.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Sigurður Einarsson sviptur réttinum til að bera fálkaorðuna Orðunefnd lagði til við forseta Íslands að þetta yrði gert. 9. desember 2015 07:02