„Veðurspá heyri ég nú lesna af útlendingi með bjöguðum hreim! Trúði ég vart, er mér var sagt að sá væri kominn í starfið. Öryggi sjómanna er vanvirt með þessu, auðvelt að heyra illa eða ekki hvað sagt er,“ skrifar Jón Valur en Frosti las upp pistilinn í þættinum eins og honum einum er lagið, með svokallaðri Frostarödd.
Jón Valur eða Frosti heldur áfram: „Veðurfréttir þurfa að vera lesnar af 100% nákvæmni, ekkert að fara á milli mála. Vegfarendur þurfa að heyra vel sína veðurspá -- þetta bætir ekki heyrnina, heldur þvert á móti. En hér hefur „fjölmenningarhyggja“ meðvirkra tekið völdin.“
Hlusta má á Frosta lesa pistilinn upp á virkilega skemmtilegan hátt hér að neðan. Hér má síðan hlusta á veðurfréttatíma RÚV í gær.