Lífið

Hneykslan Jóns Vals á Martin Hensch tilefni útvarpsmessu Frosta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Valur skrifaði um Martin á bloggsíðu sinni og Frosti logaði í Harmageddon.
Jón Valur skrifaði um Martin á bloggsíðu sinni og Frosti logaði í Harmageddon. vísir
Frosti Logason hakkaði pistil Jón Vals Jenssonar í sig í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun en pistillinn gengur undir nafninu Fjölmenningarhyggja meðvirkra opinberar flónsku sína og ábyrgðarleysi. Þar gagnrýnir Jón að veðurfréttir RÚV hafi verið lesnar af Martin Hensch, jarðskjálftafræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

„Veðurspá heyri ég nú lesna af útlendingi með bjöguðum hreim! Trúði ég vart, er mér var sagt að sá væri kominn í starfið. Öryggi sjómanna er van­virt með þessu, auðvelt að heyra illa eða ekki hvað sagt er,“ skrifar Jón Valur en Frosti las upp pistilinn í þættinum eins og honum einum er lagið, með svokallaðri Frostarödd.

Jón Valur eða Frosti heldur áfram: „Veðurfréttir þurfa að vera lesnar af 100% nákvæmni, ekkert að fara á milli mála. Vegfarendur þurfa að heyra vel sína veðurspá -- þetta bætir ekki heyrnina, heldur þvert á móti. En hér hefur „fjölmenningarhyggja“ meðvirkra tekið völdin.“

Hlusta má á Frosta lesa pistilinn upp á virkilega skemmtilegan hátt hér að neðan. Hér má síðan hlusta á veðurfréttatíma RÚV í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×