Snjórinn stoppar ekki hafnargarðsmenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2015 15:33 Vinna við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn heldur áfram þrátt fyrir mikla snjókomu undanfarna daga. Þegar Vísir leit við á svæðinu voru starfsmenn í óðaönn við að undirbúa flutninga á steinunum. Verkið hófst á föstudaginn og voru þá fjarlægðir 32 steinir en alls þarf að merkja og fjarlæga á milli fimmtán til sextán hundrað steina. Eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi er þetta þriggja manna verk, einn sópar snjóinn af, annar borar holu fyrir merkinguna og sá þriðji festir blikkmerki á steininn svo menn viti hvar hver steinn á að fara þegar þessu verður öllu raðað saman á nýjan leik.Hver og einn steinn fær svona tölusetta merkingu.Vísir/TPTSnjókoman kætti ekki þá sem sjá um að fjarlægja steinana. Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, fer með yfirumsjón við fjarlægingu hafnargarðsins og hann segir verkið ganga rólega en þó miði mönnum áfram. Hann vonast til þess að daglega takist að fjarlægja mun fleiri en 30 steina á dag en viðurkennir að snjórinn muni hægja á verkinu. „Við erum að gera okkur vonir um að þetta verði á bilinu áttatíu til hundrað steinar á dag. Veðrið var ekki til þess að kæta okkur og snjórinn mun setja strik í reikninginn varðandi flutninga,“ en líkt og áður hefur komið fram verða steinarnir fluttir út á Granda á svæði Faxaflóhafna þar sem þeir verða geymdir þangað til að þeir rísa á ný. Markús reiknar með að það muni taka um einn og hálfan til tvo mánuði að ljúka verkinu en í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá aðstæður og hvernig verkið er unnið. Veður Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Vinna við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn heldur áfram þrátt fyrir mikla snjókomu undanfarna daga. Þegar Vísir leit við á svæðinu voru starfsmenn í óðaönn við að undirbúa flutninga á steinunum. Verkið hófst á föstudaginn og voru þá fjarlægðir 32 steinir en alls þarf að merkja og fjarlæga á milli fimmtán til sextán hundrað steina. Eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi er þetta þriggja manna verk, einn sópar snjóinn af, annar borar holu fyrir merkinguna og sá þriðji festir blikkmerki á steininn svo menn viti hvar hver steinn á að fara þegar þessu verður öllu raðað saman á nýjan leik.Hver og einn steinn fær svona tölusetta merkingu.Vísir/TPTSnjókoman kætti ekki þá sem sjá um að fjarlægja steinana. Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, fer með yfirumsjón við fjarlægingu hafnargarðsins og hann segir verkið ganga rólega en þó miði mönnum áfram. Hann vonast til þess að daglega takist að fjarlægja mun fleiri en 30 steina á dag en viðurkennir að snjórinn muni hægja á verkinu. „Við erum að gera okkur vonir um að þetta verði á bilinu áttatíu til hundrað steinar á dag. Veðrið var ekki til þess að kæta okkur og snjórinn mun setja strik í reikninginn varðandi flutninga,“ en líkt og áður hefur komið fram verða steinarnir fluttir út á Granda á svæði Faxaflóhafna þar sem þeir verða geymdir þangað til að þeir rísa á ný. Markús reiknar með að það muni taka um einn og hálfan til tvo mánuði að ljúka verkinu en í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá aðstæður og hvernig verkið er unnið.
Veður Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00