Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2015 11:42 Piltarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald daginn eftir að þeir voru kærðir fyrir nauðgun. Framburður þeirra var efnislega á sama veg í gegnum allar skýrslutökur. Vísir/Vilhelm Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra var efnislega á sama veg. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykkt því sem fram fór í íbúðinni. Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs en stúlkan varð átján ára í sumar. Einn piltanna, sá elsti, hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa tekið upp hluta þess sem fram fór í svefnherberginu.Í niðurstöðu dómsins segir að hinir ákærðu hafi hver um sig lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að hafa verið handteknir. Dómurinn segir hins vegar að vitnisburður stúlkunnar hafi verið breytilegur um sumt og að hún hafi munað sumt illa.Mótmæltu upptöku myndbands Þá nefnir dómurinn sérstaklega að svo virðist sem hún hafi fyrst greint frá nauðgun eftir að ljóst var að hluti atburðanna hafi verið teknir upp á myndband. Stúlkan og nokkrir piltanna munu samkvæmt vitnisburði hafa verið ósátt við upptöku myndbands og mótmælt. Dæmdi hafi sagst ekki vera að taka upp myndband heldur aðeins að nota ljósið á síma sínum til að lýsa upp herbergið. Fullyrti hann að enginn hefði mótmælt upptökunni, aðeins ljósinu. Í vitnaleiðslum fyrir dómi kemur einnig fram að stúlkan hafi sagt við vinkonur sínar að hún ætlaði að segja atburðinn hafa verið nauðgun færi fyrrnefnd myndbandsupptaka í dreifingu. Dómurinn vísar einnig til þess sem sást í myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavél í húsinu þar sem atburðirnir áttu sér stað. Á upptökunni sést hún tala í síma og sækja þýfi sem komið hafði verið fyrir undir stiga í húsinu. Dómurinn segir að af þessari upptöku verði ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvarlega broti sem lýst var í ákærunni.Einn dómarinn skilaði sératkvæði Sem fyrr segir hlaut elsti pilturinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur fyrir að taka upp án hennar samþykkis. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa sýnt samnemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti myndbandi. Einn dómari í málinu, Arngrímur Ísberg, skilaði sératkvæði í þessum ákærulið en hann taldi komna fram lögfulla sönnun þess að ákærði hefði sýnt myndbandið. Um alvarlegt brort væri að ræða og mikla meingerð af hálfu ákærða gagnvart stúlkunni og ætti refsing hans því að vera þyngri og miskabætur hærri.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra var efnislega á sama veg. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykkt því sem fram fór í íbúðinni. Piltarnir eru á aldrinum 18-21 árs en stúlkan varð átján ára í sumar. Einn piltanna, sá elsti, hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa tekið upp hluta þess sem fram fór í svefnherberginu.Í niðurstöðu dómsins segir að hinir ákærðu hafi hver um sig lýst málinu efnislega á sama veg frá upphafi, allt frá því að þeir voru í einangrun og gæsluvarðhaldi í kjölfar þess að hafa verið handteknir. Dómurinn segir hins vegar að vitnisburður stúlkunnar hafi verið breytilegur um sumt og að hún hafi munað sumt illa.Mótmæltu upptöku myndbands Þá nefnir dómurinn sérstaklega að svo virðist sem hún hafi fyrst greint frá nauðgun eftir að ljóst var að hluti atburðanna hafi verið teknir upp á myndband. Stúlkan og nokkrir piltanna munu samkvæmt vitnisburði hafa verið ósátt við upptöku myndbands og mótmælt. Dæmdi hafi sagst ekki vera að taka upp myndband heldur aðeins að nota ljósið á síma sínum til að lýsa upp herbergið. Fullyrti hann að enginn hefði mótmælt upptökunni, aðeins ljósinu. Í vitnaleiðslum fyrir dómi kemur einnig fram að stúlkan hafi sagt við vinkonur sínar að hún ætlaði að segja atburðinn hafa verið nauðgun færi fyrrnefnd myndbandsupptaka í dreifingu. Dómurinn vísar einnig til þess sem sást í myndbandsupptöku úr eftirlitsmyndavél í húsinu þar sem atburðirnir áttu sér stað. Á upptökunni sést hún tala í síma og sækja þýfi sem komið hafði verið fyrir undir stiga í húsinu. Dómurinn segir að af þessari upptöku verði ekki ráðið að hún hafi skömmu fyrr orðið fyrir því alvarlega broti sem lýst var í ákærunni.Einn dómarinn skilaði sératkvæði Sem fyrr segir hlaut elsti pilturinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur fyrir að taka upp án hennar samþykkis. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa sýnt samnemendum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti myndbandi. Einn dómari í málinu, Arngrímur Ísberg, skilaði sératkvæði í þessum ákærulið en hann taldi komna fram lögfulla sönnun þess að ákærði hefði sýnt myndbandið. Um alvarlegt brort væri að ræða og mikla meingerð af hálfu ákærða gagnvart stúlkunni og ætti refsing hans því að vera þyngri og miskabætur hærri.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15