Innlent

Prjónuðu húfur handa flóttamönnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá opnu húsi í Sjálandsskóla í dag þar sem prjónað var af miklum móð.
Frá opnu húsi í Sjálandsskóla í dag þar sem prjónað var af miklum móð. mynd/sjálandsskóli
Opið hús var í Sjálandsskóla í dag í tengslum við verkefnið Hlýjar hugsanir. Verkefnið hófst í liðinni viku og stendur til 1. desember en tilgangur þess er að prjóna húfur sem ætlunin er senda til flóttafólks þar sem kuldinn er farinn að bíta í Evrópu.

Nemendur, fjölskyldur þeirra, kennarar, starfsfólk skólans og allir aðrir sem vilja vera með taka í prjónana og í dag komu nemendur með vinum og vandamönnum í skólann til að prjóna.

Verkefninu lýkur svo á því að 5. og 6. bekkur merka og pakka húfunum í byrjun desember en skólinn er kominn með tengilið í Vínarborg í Austurríki sem mun hafa milligöngu um að deila út húfunum.

Nánari upplýsingar um verkefnið Hlýjar hugsanir má nálgast á vef skólans og á Facebook-síðu þess.

mynd/sjálandsskóliFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.