Lífið

Tvö áður óséð atriði í nýrri Stjörnustríðsstiklu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
B-88 er svo mikið rassgat.
B-88 er svo mikið rassgat. skjáskot
Nú styttist óðfluga í að Star Wars: The Force Awakens verði tekin til sýninga og í aðdraganda frumsýningar hafa ófáar stiklur úr kvikmyndinni litið dagsins ljós.

Sú nýjasta í röðinni, sem ætluð er fyrir sjónvarp, rataði á netið í dag. Þrátt fyrir að uppistaða hennar séu glefsur sem hafa sést í fyrri auglýsingum þá eru að minnsta kosti tvö atriði sem aðdáendur Stjörnustríðsmyndana ættu að veita eftirtekt.

Fyrir það fyrsta fá áhorfendur að sjá meira af hinu krúttlega smávélmenni B-88 sem hefur fangað hug og hjörtu aðdáenda um allan heim. Í öðru lagi bregður einnig fyrir nokkrum flugmönnum. Það væri ekki frásögu færandi ef það væri ekki fyrir líkindi eins þeirra með Nien Numb. Sullustaninn Numb stýrði The Millenium Falcon ásamt Lando Calrissian í bardaganum um Endor í myndinni Return of the Jedi.

Að svo stöddu er óljóst hvort raunverulega sé um að ræða Nien Numb eða einhvern annan Sullustana. Líklega verður ekki úr því skorið fyrr en um miðjan desember þegar The Force Awakens ratar loks í íslensk kvikmyndahús.

Þangað til má sjá nýjustu stikluna hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×