Gleðitár á Barnaspítala Hringsins: „Ég er ótrúlega stolt að fá að vera hluti af þessum hóp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2015 15:15 Gleðitár Guðbjargar voru ósvikin. Camilla Rut Arnarsdóttir og vinkonur úr hópnum Marsmömmur 2015 komu vinkonu sinni Guðbjörgu Árnadóttur skemmtilega og fallega á óvart í hádeginu í dag. Guðbjörg og eiginmaður hennar áttu sér einskis von þegar nokkrar úr hópnum mættu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins. Hópurinn Marsmömmur 2015 var stofnaður í aðdraganda þess að fjölmargar mæður um land allt áttu von á barni í mars 2015. Camilla lýsir því hvernig ein þeirra, fyrrnefnd Guðbjörg, hafi átt stúlkubarn fjórum mánuðum fyrir tímann sem vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Sú litla fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkum á fótum og fara í sjúkraþjálfun.„Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu,“ segir Camilla.Söfnuðu 130 þúsund krónum Camilla og vinkonur úr hópnum tóku sig til og hófu söfnun fyrir nokkrum dögum til styrktar fjölskyldunni. Alls söfnuðust 130 þúsund krónur en söfnun stendur enn yfir. Camilla birti myndband frá óvæntu heimsókninni á Facebook-síðu sinni í dag þar sem sjá má gleðitárin hjá móðurinn þegar hún var upplýst um aðstoð vinkvennanna.Aldrei hefði mér dottið í hug að ég skildi kynnast svona frábærum hóp af konum sem stendur svona þétt við bakið á hvor annarri ! Marsmömmur 2015 er hópur sem var stofnaður í kjölfar þess að um 200 konur urðu óléttar og áætlaður fæðingardagur var í mars.Ein af okkur átti barnið langt á undan öllum eða réttara sagt 4 mánuðum fyrir tímann. Dóttir hennar vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Það er sjálfgefið að framundan voru nokkuð erfiðir tímar fyrir þessa litlu fjölskyldu, Anja Mist fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkur á fótunum og fara í sjúkraþjálfun. Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu.Þegar svona gengur á, á fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum. Því tókum við okkur saman, Marsmömmur 2015, og settum í púkk, í dag komum við Guðbjörg Arnadottir og manninum hennar á óvart í anddyri spítalans með peningaupphæð að 130.000kr sem við höfðum allar lagt í púkk :)Ég er hálf meyr yfir góðmennsku fólks og viljann til að hjálpa náunganum! Þetta er akkúrat eitthvað sem þarf inn í skammdegiðKv Stoltur meðlimur í hópnum Marsmömmur 2015 ❤️PS. Fyrir þá sem vilja styrkja Önju Mist er hægt að leggja inná söfnunarreikninginn þeirra Reikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080Posted by Camilla Rut on Monday, November 23, 2015„Ég passaði mig að koma með vatnsheldan maskara,“ segir Camilla. Hún segir framtak sem þessi nauðsynleg í skammdeginu auk þess sem fréttir af stöðu mála í heiminum hafi ekki beint verið upplífgandi upp á síðkastið.„Maður fær trú á mannkynið upp á nýtt,“ segir Camilla. „Ég er ótrúlega stolt að vera partur af þessum hópi.“Taka mömmudjamm Camilla segist meta það mikils að vera með stuðningsnet á borð við þennan hóp. Ef eitthvað bjátar á er alltaf hægt að leita til fólks sem er í svipaðri stöðu. Þær notist mikið við Facebook en konurnar eru frá öllum landshornum og reyni að skemmta sér líka. „Fyrir tveimur mánuðum tókum við lítið mömmudjamm og plönum annað í desember,“ segir Camilla. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta lagt inná söfnunarreikninginnReikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Camilla Rut Arnarsdóttir og vinkonur úr hópnum Marsmömmur 2015 komu vinkonu sinni Guðbjörgu Árnadóttur skemmtilega og fallega á óvart í hádeginu í dag. Guðbjörg og eiginmaður hennar áttu sér einskis von þegar nokkrar úr hópnum mættu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins. Hópurinn Marsmömmur 2015 var stofnaður í aðdraganda þess að fjölmargar mæður um land allt áttu von á barni í mars 2015. Camilla lýsir því hvernig ein þeirra, fyrrnefnd Guðbjörg, hafi átt stúlkubarn fjórum mánuðum fyrir tímann sem vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Sú litla fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkum á fótum og fara í sjúkraþjálfun.„Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu,“ segir Camilla.Söfnuðu 130 þúsund krónum Camilla og vinkonur úr hópnum tóku sig til og hófu söfnun fyrir nokkrum dögum til styrktar fjölskyldunni. Alls söfnuðust 130 þúsund krónur en söfnun stendur enn yfir. Camilla birti myndband frá óvæntu heimsókninni á Facebook-síðu sinni í dag þar sem sjá má gleðitárin hjá móðurinn þegar hún var upplýst um aðstoð vinkvennanna.Aldrei hefði mér dottið í hug að ég skildi kynnast svona frábærum hóp af konum sem stendur svona þétt við bakið á hvor annarri ! Marsmömmur 2015 er hópur sem var stofnaður í kjölfar þess að um 200 konur urðu óléttar og áætlaður fæðingardagur var í mars.Ein af okkur átti barnið langt á undan öllum eða réttara sagt 4 mánuðum fyrir tímann. Dóttir hennar vó aðeins 660 grömm við fæðingu. Það er sjálfgefið að framundan voru nokkuð erfiðir tímar fyrir þessa litlu fjölskyldu, Anja Mist fæddist með hjartagalla, þurfti að vera í spelkur á fótunum og fara í sjúkraþjálfun. Fyrir nokkrum vikum hægðist all verulega á þyngdaraukningunni hennar, Anja hefur fengið næringu í gegnum sondu til að hjálpa henni við að þyngjast. Svo eru lungun hennar að trufla hana ásamt næringarleysinu.Þegar svona gengur á, á fólk ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagsmálum. Því tókum við okkur saman, Marsmömmur 2015, og settum í púkk, í dag komum við Guðbjörg Arnadottir og manninum hennar á óvart í anddyri spítalans með peningaupphæð að 130.000kr sem við höfðum allar lagt í púkk :)Ég er hálf meyr yfir góðmennsku fólks og viljann til að hjálpa náunganum! Þetta er akkúrat eitthvað sem þarf inn í skammdegiðKv Stoltur meðlimur í hópnum Marsmömmur 2015 ❤️PS. Fyrir þá sem vilja styrkja Önju Mist er hægt að leggja inná söfnunarreikninginn þeirra Reikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080Posted by Camilla Rut on Monday, November 23, 2015„Ég passaði mig að koma með vatnsheldan maskara,“ segir Camilla. Hún segir framtak sem þessi nauðsynleg í skammdeginu auk þess sem fréttir af stöðu mála í heiminum hafi ekki beint verið upplífgandi upp á síðkastið.„Maður fær trú á mannkynið upp á nýtt,“ segir Camilla. „Ég er ótrúlega stolt að vera partur af þessum hópi.“Taka mömmudjamm Camilla segist meta það mikils að vera með stuðningsnet á borð við þennan hóp. Ef eitthvað bjátar á er alltaf hægt að leita til fólks sem er í svipaðri stöðu. Þær notist mikið við Facebook en konurnar eru frá öllum landshornum og reyni að skemmta sér líka. „Fyrir tveimur mánuðum tókum við lítið mömmudjamm og plönum annað í desember,“ segir Camilla. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið geta lagt inná söfnunarreikninginnReikningur: 0111-05-262373Kt: 2611142080
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira