Ráðuneytið vill frest til að svara fyrir andstöðu gegn kjarnorkuvopnabanni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 10:42 Fyrirspurn frá Steinunni Þóru liggur fyrir í þinginu um hvaða rök voru á bak við þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn kjarnorkuvopnabanni. Vísir/Heiða Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það. Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það.
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Sjá meira
Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32