Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Bjarki Ármannsson skrifar 10. nóvember 2015 20:25 Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði. Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði.
Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32