Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Bjarki Ármannsson skrifar 10. nóvember 2015 20:25 Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði. Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Það að Ísland hafi greitt atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum og útbreiðslu þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku breytir engu um afstöðu Íslands í málefnum kjarnorkuvopna. Stjórnvöld vilja frekar vinna áframt samkvæmt ríkjandi samningum, sem miði að sama endanlega markmiði og ályktunardrögin sem samþykkt voru í nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í gær að Ísland hefði verið eitt 29 ríkja sem kusu gegn drögunum, þar sem farið er fram á að ríki, alþjóðasamtök og félagasamtök beiti sér fyrir því að kjarnorkuvopnum verði útrýmt.Hlusta má á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni hér að ofan. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort við hefðum getað setið hjá en við hefðum ekki getað samþykkt þessa tillögu,“ segir Gunnar Bragi. „Ástæðan fyrir því að við samþykktum ekki þessa umræddu tillögu er sú að þar er verið að kalla eftir og búa til nýtt ferli við afvopnun og eyðingu þessara vopna. Við viljum hinsvegar halda okkur við það ferli sem fyrir er í dag og teljum að þessi tillaga myndi veikja til dæmis samning um útbreiðslu kjarnorkuvopna, svokallaðan NTP-samning. Eins þann samning sem við höfum kannski barist einna mest fyrir, sem er allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn, svokallaður CTBT-samningur. Þetta eru samningar sem eru við lýði í dag og við viljum einfaldlega fylgja því ferli.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/GVA„Viljum ekki sjá þessi vopn“ Gunnar Bragi ítrekar í viðtalinu að í þessu atkvæði Íslands felist engin breyting á afstöðu til kjarnorkuvopna. „Við viljum ekki sjá þessi vopn og við viljum að þeim sé öllum eytt og ekki búin til ný,“ segir hann. Ályktunardrögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta en 128 ríki kusu með drögunum, 29 kusu gegn þeim en 18 ríki sátu hjá. Ísland var í hópi þeirra ríkja sem sagði nei en athygli vekur að öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá. Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að öll ríkin séu sammála um að stefna að því að eyða kjarnavopnum með markvissum hætti en þau ríki sem kosið hafi gegn tillögunni telji leið þeirra samninga sem fyrir liggja raunhæfustu leiðina til að ná fram því markmiði.
Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32