Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Sveinn Arnarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Helgi Páll Helgason, gervigreindarfræðingur Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Sjá meira
Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Sjá meira