Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Sveinn Arnarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Helgi Páll Helgason, gervigreindarfræðingur Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira