Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem meintar nauðganir eiga að hafa átt sér stað. vísir/vilhelm Í skýrslu annars brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli frá því í október kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar saman með keðju. Þá hafi hann slegið hana með svipu. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan lagði hald á svipu og keðju við húsleit í íbúð í Hlíðunum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum sem lögreglan hefur til rannsóknar og munu hafa átt sér stað í október. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar. Tveir karlmenn eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á einnig á fertugsaldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson„Þetta er ekki í samræmi við lýsingar míns manns,“ segir Bjarni Hauksson verjandi annars meints gerenda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi hins, segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu. Fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Nokkru síðar mun árásin á hina konuna hafa verið gerð, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Lögreglan staðfestir að húsleit hafi verið gerð en vill ekki segja nákvæmlega hvaða muni var lagt hald á. Mennirnir tveir voru handteknir en þeim var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og hafa hundruð manna krafist þess að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan segir rannsókn málsins langt komna og í algjörum forgangi. Vilhjálmur segir að mennirnir neiti báðir alfarið sök og segir gögn málsins og vitnisburði styðja framburð þeirra. Þá hefur hann lagt fram kæru á hendur stúlkunum fyrir rangar sakargiftir. Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Í skýrslu annars brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli frá því í október kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar saman með keðju. Þá hafi hann slegið hana með svipu. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan lagði hald á svipu og keðju við húsleit í íbúð í Hlíðunum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum sem lögreglan hefur til rannsóknar og munu hafa átt sér stað í október. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar. Tveir karlmenn eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á einnig á fertugsaldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson„Þetta er ekki í samræmi við lýsingar míns manns,“ segir Bjarni Hauksson verjandi annars meints gerenda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi hins, segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu. Fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Nokkru síðar mun árásin á hina konuna hafa verið gerð, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Lögreglan staðfestir að húsleit hafi verið gerð en vill ekki segja nákvæmlega hvaða muni var lagt hald á. Mennirnir tveir voru handteknir en þeim var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og hafa hundruð manna krafist þess að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan segir rannsókn málsins langt komna og í algjörum forgangi. Vilhjálmur segir að mennirnir neiti báðir alfarið sök og segir gögn málsins og vitnisburði styðja framburð þeirra. Þá hefur hann lagt fram kæru á hendur stúlkunum fyrir rangar sakargiftir.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09
Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00