Innlent

Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík líkt og annar mannanna sem búið er að kæra fyrir nauðgun.
Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík líkt og annar mannanna sem búið er að kæra fyrir nauðgun. vísir/ernir
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. Frá þessu greindi hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og er maðurinn sem Vilhjálmur ver einnig nemandi við skólann.

Í viðtalinu kom fram að Vilhjálmur hafi tekið við sem verjandi mannsins síðdegis í gær. Hann hefur því ekki enn fengið gögn málsins hjá lögreglu en byggir mál sitt á þeim gögnum málsins sem mennirnir hafa séð. Þeir neita því báðir að hafa gerst sekir um nauðgun.

Gögn málsins sýni að maðurinn og stúlkan hafi átt í „miklum og góðum samskiptum“

Að sögn Vilhjálms hefur skjólstæðingur hans viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna með hennar samþykki. Segir hann gögn liggja fyrir sem sýna fram á að maðurinn og stúlkan „hafi átt í miklum og goðum samskiptum um mánaðarskeið,“ meðal annars eftir að kynmökin áttu sér stað. Meðal annars sé um samskipti á Facebook að ræða.

Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er sakarefnið „töluvert óljóst“, eins og Vilhjálmur orðar það. Eftir því sem hann kemst þó næst á stúlkan þó að hafa átt munnmök við annan manninn að því er hún segir samkvæmt skipun hins mannsins en Vilhjálmur segir mennina hafna þessari lýsingu alfarið.

Aðspurður hvaða tæki og tól hafi fundist í íbúðinni sagði Vilhjálmur að um væri að ræða keðjur af boxpúða, gamla reiðsvipu og eina tölvu. Í kjölfarið hvatti hann lögregluna til að birta þær myndir sem teknar voru við húsleitina og birta haldlagningarskýrsluna í málinu.

Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm hér en það byrjar þegar rúmur klukkutími er liðinn af þættinum.


Tengdar fréttir

Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól

Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi.

Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.