Innlent

Fjárkúgunarmálið komið á borð saksóknara

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rannsókn málsins hefur staðið síðan mánaðamótin maí og júní en rannsókn lauk í síðustu viku.
Rannsókn málsins hefur staðið síðan mánaðamótin maí og júní en rannsókn lauk í síðustu viku. Vísir
Fjárkúgunarmálið svokallaða er komið á borð ríkissaksóknara. Þetta staðfestir skrifstofustjóri embættisins. Ekki var búið að útdeila málinu á fulltrúa þegar Vísir fékk svar við fyrirspurn sinni.



Málið snýst um fjárkúgunartilraun gegn Sigmundi Davíðs Gunnlaugssyni forsætisráðherra en systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir voru handteknar og kærðar fyrir aðild að málinu.

Hlín hefur játað að hafa sent fjárkúgunarbréfið á heimili forsætisráðherra og Malín hefur játað að hafa keyrt systur sína í Hafnarfjörð þar sem til stóð að sækja átta milljónir frá ráðherranum. 




Vísir greindi frá málinu í byrjun júní, eftir að systurnar höfðu verið handteknar í umfangsmikilli lögregluaðgerð, þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt.



Þá hefur Vísir einnig greint frá því að í hótunin hafi falist í því ef Sigmundur Davíð myndi ekki greiða áðurnefndar átta milljónir yrðu upplýsingar sem sagðar voru tengja hann við lánveitingu  MP  baka til Vefpressunnar, fjölmiðlafyrirtækis Björns Inga Hrafnssonar, gerðar opinberar.



Rannsókn málsins hefur staðið síðan  mánaðamótin  maí og júní en rannsókn lauk í síðustu viku. Málið barst svo á borð ríkissaksóknara 9. nóvember síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×