Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða verða í Berufirði og Fáskrúðsfirði. mynd/fiskeldi Austfjarða Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira