Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða verða í Berufirði og Fáskrúðsfirði. mynd/fiskeldi Austfjarða Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum. Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum.
Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira