Innlent

Vopnin mega ekki vera hlaðin

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna
„Sjálfur hef ég marg­ítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.

Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits

Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. 

Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“ 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×