Anonymous réðst á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða Íslendinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2015 11:22 Mynd sem hefur verið í dreyfingu á Twitter. Netárásir voru gerðar á íslenskar vefsíður í síðustu viku. Megnið áf árásunum kom erlendis frá en talið að um sé að ræða skipulagðar árásir Anonymous-hópsins vegna stuðnings Íslands við hvalveiðar. Á Twitter má sjá að undir myllumerkinu #OpWhales er mikil virkni þar sem ýmsir aðilar sem virðast vera tengdir Anonynous-samtökunum hreykja sér af því að hafa gert árásir á fjölmargar vefsíður, m.a. vefsíðu forsætisráðuneytisins, mbl.is og aðrar þekktar síður. Árásirnar ollu umfangsmiklum netruflunum í síðustu viku. Til að mynda voru tæknimenn Sensa kallaðir út sl. föstudag til þess að vinna að lausn og vörnum gegn frekari árásum. Rétt fyrir miðnætti sl. föstudagskvöld tókst að koma á vörnum að hálfu Sensa en fjölmargir þjónustuaðilar og vefsíður fundu fyrir árásunum.Árásirnar gerðar með því að drekkja vefþjónum í fyrirspurnum Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri. Hér má sjá hvernig einn Twitter-notandi hreykir sér af því að vefsíður mbl.is og visiticeland.is séu niðri vegna árása Anonymous.#Anonymous #OpWhales @thisisiceland What happened to your website? Seems like it got dropped by host? #RektIt pic.twitter.com/NiNPgHwg2L— Anonymous (@_RektFaggot_) November 14, 2015 #Anonymous #OpWhales #Iceland Online main newsletter just went #TangoDown! STOP the KILLING of fin whales NOW!! pic.twitter.com/eg7MAiecZ4— Anonymous (@_RektFaggot_) November 8, 2015 Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að stofnunin hafi fengið upplýsingar um árásirnar. Hann segir þessi tegund af árás sem gerðar voru séu með þeim algengari sem gerðar eru og að samkvæmt upplýsingum Póst- og fjarskiptastofnunar hafi megnið af þessum árásum komið erlendis frá. „Þetta felst í því að sá aðili sem vill gera árásin sendir mjög mikinn fjölda af einföldum fyrirspurnum á vefþjóninn sem sér um þá síðu sem gera á árás á. Netþjónninn reynir að svara þessum fyrirspurnum en hann bara drukknar í þeim,“ útskýrir Hrafnkell. „Það gerir það að verkum að ef einhver annar ætlar sér að fara inn á síðuna á sá hinn sami í erfiðleikum með það enda er vefþjónninn upptekinn við að svara þessum gríðarlega fjölda fyrirspurna.“Anonymous-samtökin eru þekkt fyrir slíkar árásirHakkararnir í Anonymous eru þekktir fyrir að ráðast gegn samtökum og einstaklingum sem þeim er í nöp við. Eftir skotárásina á skrifstofum franska skopbyndablaðsins Charlie Hebdo í janúar síðastliðnum hétu þeir því að ráðast gegn heimasíðum ISIS og al-Qaeda. Í dag settu þeir myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust. Tilkynning Sensa til viðskiptavina sinna sem send var út á föstudagskvöld: „Kæri viðskiptavinur Nettruflanir sem hafa verið í gangi í þessari viku eru umfangsmeiri en talið var í fyrstu. Upplýsingum hefur verið deilt á internetinu þess efnis að um sé að ræða skipulagðar árásir „Anonymous“ hópsins vegna stuðnings Íslands við hvalveiðar.Tæknimenn Sensa eru á staðnum að verjast þessu á ástandi og vinna að lausn. Flókið getur verið að verjast slíkum árásum og erfitt er að vita hversu lengi ástandið varir. Búast má við þjónustutruflunum eða þjónusturofi.Tilkynningar munu berast um stöðuna eftir atvikum. Við þökkum fyrir sýnda biðlund.“Tilkynning Sensa til viðskiptavinna sinna sem send var út rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld:„Kæri viðskiptavinurBúið er að koma upp vörnum á netlagi til að lágmarka áhrif árása ásamt því að breytingar hafa verið gerðar á netumferð. Ástandið er sem stendur stöðugt en unnið að því að koma á meiri vörnum á gegn frekari árásum. Unnið er í samvinnu við fjarskiptafélögin en fleiri þjónustuaðilar eru að finna fyrir árásinni. Umferð verður fljótlega komin aftur í eðlilegt horf en ekki útilokað að aðrar árásaaðferðir verði notaðar til að valda usla.Tæknimenn Sensa verða á vaktinni um helgina og munu bregðast við um leið á vart verður við árásir.“ Hér má sjá tíst merkt myllumerkinu #Opwhales#Opwhales Tweets Tengdar fréttir Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Anonymous ætlar að birta nöfn 1.000 meðlima Ku Klux Klan Hakkarnir náðu nöfnunum í gegnum Twitter-aðgang Ku Klux Klan 29. október 2015 23:33 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Netárásir voru gerðar á íslenskar vefsíður í síðustu viku. Megnið áf árásunum kom erlendis frá en talið að um sé að ræða skipulagðar árásir Anonymous-hópsins vegna stuðnings Íslands við hvalveiðar. Á Twitter má sjá að undir myllumerkinu #OpWhales er mikil virkni þar sem ýmsir aðilar sem virðast vera tengdir Anonynous-samtökunum hreykja sér af því að hafa gert árásir á fjölmargar vefsíður, m.a. vefsíðu forsætisráðuneytisins, mbl.is og aðrar þekktar síður. Árásirnar ollu umfangsmiklum netruflunum í síðustu viku. Til að mynda voru tæknimenn Sensa kallaðir út sl. föstudag til þess að vinna að lausn og vörnum gegn frekari árásum. Rétt fyrir miðnætti sl. föstudagskvöld tókst að koma á vörnum að hálfu Sensa en fjölmargir þjónustuaðilar og vefsíður fundu fyrir árásunum.Árásirnar gerðar með því að drekkja vefþjónum í fyrirspurnum Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri. Hér má sjá hvernig einn Twitter-notandi hreykir sér af því að vefsíður mbl.is og visiticeland.is séu niðri vegna árása Anonymous.#Anonymous #OpWhales @thisisiceland What happened to your website? Seems like it got dropped by host? #RektIt pic.twitter.com/NiNPgHwg2L— Anonymous (@_RektFaggot_) November 14, 2015 #Anonymous #OpWhales #Iceland Online main newsletter just went #TangoDown! STOP the KILLING of fin whales NOW!! pic.twitter.com/eg7MAiecZ4— Anonymous (@_RektFaggot_) November 8, 2015 Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að stofnunin hafi fengið upplýsingar um árásirnar. Hann segir þessi tegund af árás sem gerðar voru séu með þeim algengari sem gerðar eru og að samkvæmt upplýsingum Póst- og fjarskiptastofnunar hafi megnið af þessum árásum komið erlendis frá. „Þetta felst í því að sá aðili sem vill gera árásin sendir mjög mikinn fjölda af einföldum fyrirspurnum á vefþjóninn sem sér um þá síðu sem gera á árás á. Netþjónninn reynir að svara þessum fyrirspurnum en hann bara drukknar í þeim,“ útskýrir Hrafnkell. „Það gerir það að verkum að ef einhver annar ætlar sér að fara inn á síðuna á sá hinn sami í erfiðleikum með það enda er vefþjónninn upptekinn við að svara þessum gríðarlega fjölda fyrirspurna.“Anonymous-samtökin eru þekkt fyrir slíkar árásirHakkararnir í Anonymous eru þekktir fyrir að ráðast gegn samtökum og einstaklingum sem þeim er í nöp við. Eftir skotárásina á skrifstofum franska skopbyndablaðsins Charlie Hebdo í janúar síðastliðnum hétu þeir því að ráðast gegn heimasíðum ISIS og al-Qaeda. Í dag settu þeir myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Að minnsta kosti 129 létust í árásunum og 350 særðust. Tilkynning Sensa til viðskiptavina sinna sem send var út á föstudagskvöld: „Kæri viðskiptavinur Nettruflanir sem hafa verið í gangi í þessari viku eru umfangsmeiri en talið var í fyrstu. Upplýsingum hefur verið deilt á internetinu þess efnis að um sé að ræða skipulagðar árásir „Anonymous“ hópsins vegna stuðnings Íslands við hvalveiðar.Tæknimenn Sensa eru á staðnum að verjast þessu á ástandi og vinna að lausn. Flókið getur verið að verjast slíkum árásum og erfitt er að vita hversu lengi ástandið varir. Búast má við þjónustutruflunum eða þjónusturofi.Tilkynningar munu berast um stöðuna eftir atvikum. Við þökkum fyrir sýnda biðlund.“Tilkynning Sensa til viðskiptavinna sinna sem send var út rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld:„Kæri viðskiptavinurBúið er að koma upp vörnum á netlagi til að lágmarka áhrif árása ásamt því að breytingar hafa verið gerðar á netumferð. Ástandið er sem stendur stöðugt en unnið að því að koma á meiri vörnum á gegn frekari árásum. Unnið er í samvinnu við fjarskiptafélögin en fleiri þjónustuaðilar eru að finna fyrir árásinni. Umferð verður fljótlega komin aftur í eðlilegt horf en ekki útilokað að aðrar árásaaðferðir verði notaðar til að valda usla.Tæknimenn Sensa verða á vaktinni um helgina og munu bregðast við um leið á vart verður við árásir.“ Hér má sjá tíst merkt myllumerkinu #Opwhales#Opwhales Tweets
Tengdar fréttir Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Anonymous ætlar að birta nöfn 1.000 meðlima Ku Klux Klan Hakkarnir náðu nöfnunum í gegnum Twitter-aðgang Ku Klux Klan 29. október 2015 23:33 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Anonymous ætlar að birta nöfn 1.000 meðlima Ku Klux Klan Hakkarnir náðu nöfnunum í gegnum Twitter-aðgang Ku Klux Klan 29. október 2015 23:33