Repúblikanar vilja stöðva flutninga flóttamanna til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2015 16:41 Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Vísir/EPA Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, fór í dag fram á að flutningar flóttamanna til Bandaríkjanna yrðu stöðvaðir vegna árásanna í París. Hann sagði að þingið myndi kjósa um málið í næstu viku, en þingmenn flokksins vinna nú að frumvarpi um málið. Bandaríkin hafa tekið á móti færri en 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 11. október 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar. „Þjóð okkar hefur alltaf tekið fólki opnum örmum en við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að nýta sér það,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. „Allur er varinn góður.“ 27 ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa nú útilokað að taka á móti flóttafólki. Mögulegt er að einn árásarmannanna í París hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland og þá meðal flóttamanna. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPAEkki sanngjarnt að flóttamenn gjaldi Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ekki væri rétt að flóttafólk myndi gjalda vegna árásanna. Hann fór fram á að ríki byggðu upp frekari leiðir svo flóttafólk ætti auðveldara með að sækja um hæli löglega. Þannig væri hægt að kanna bakgrunn þeirra betur. „Það voru ekki flóttamennirnir sem sköpuðu þessi hryðjuverk. Þess í stað voru það hryðjuverk, harðstjórn og stríð sem sköpuðu flóttamennina,“ sagði Guterres. Á hverjum degi fara fimm til sjö þúsund menn, konur og börn um Grikkland. Guterres sagði ósanngjarnt að kenna þeim öllum um þó að einn hryðjuverkamaður hefði mögulega verið meðal þeirra. Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, fór í dag fram á að flutningar flóttamanna til Bandaríkjanna yrðu stöðvaðir vegna árásanna í París. Hann sagði að þingið myndi kjósa um málið í næstu viku, en þingmenn flokksins vinna nú að frumvarpi um málið. Bandaríkin hafa tekið á móti færri en 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 11. október 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar. „Þjóð okkar hefur alltaf tekið fólki opnum örmum en við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að nýta sér það,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. „Allur er varinn góður.“ 27 ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa nú útilokað að taka á móti flóttafólki. Mögulegt er að einn árásarmannanna í París hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland og þá meðal flóttamanna. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPAEkki sanngjarnt að flóttamenn gjaldi Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ekki væri rétt að flóttafólk myndi gjalda vegna árásanna. Hann fór fram á að ríki byggðu upp frekari leiðir svo flóttafólk ætti auðveldara með að sækja um hæli löglega. Þannig væri hægt að kanna bakgrunn þeirra betur. „Það voru ekki flóttamennirnir sem sköpuðu þessi hryðjuverk. Þess í stað voru það hryðjuverk, harðstjórn og stríð sem sköpuðu flóttamennina,“ sagði Guterres. Á hverjum degi fara fimm til sjö þúsund menn, konur og börn um Grikkland. Guterres sagði ósanngjarnt að kenna þeim öllum um þó að einn hryðjuverkamaður hefði mögulega verið meðal þeirra.
Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira