Smíðar hraðbáta fyrir ríkasta fólk í heimi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Gunnar Víkingur hefur búið í Ástralíu frá 15 ára aldri. vísir/ernir Gunnar Þór Gunnarsson, eða Gunnar Víkingur, hefur síðustu þrjátíu árin smíðað hraðbáta fyrir ríkustu fjölskyldur heims. Gunnar fluttist til Perth í Ástralíu fimmtán ára gamall árið 1969 og hóf að nema bátasmíði ári síðar. Árið 1982 stofnaði hann skipasmíðastöðina Vikal Internation sem sérhæfir sig í smíði hraðbáta. „Við seljum til þrjú til fjögur hundruð ríkustu fjölskyldna í heimi, við vinnum bara innan þeirra marka,“ segir Gunnar. „Við höfum gert ýmislegt til að komast í þessa stöðu, og við byrjuðum ekki að selja inn á þennan markað fyrr en tíu árum eftir stofnun.“ Vikal International sérhæfir sig í lúxushraðbátum fyrir stórar snekkjur. „Snekkjur á stærð við stærstu togara Íslands bera um borð smábáta og við smíðum þá. Þetta eru eins konar ferjur fyrir eigendurna og gesti þeirra, og í raun leikföng líka. Það eru alltaf sérþarfir fyrir hvern bát,“ segir Gunnar og áréttar að um hágæðaframleiðslu sé að ræða. „Sumir af þessum bátum eru í rauninni bara eins og stórir skartgripir. Fólkið sem kaupir þessa báta er fólk sem er búið að kaupa allt annað. Þetta er eiginlega það síðasta sem þú þarft að eiga. Þú kaupir ekki svona bát fyrr en þú ert búinn að panta skipið, og átt nú þegar nokkur hús, þyrlu og flugvél og allt annað sem þér dettur í hug.“Hraðbátarnir eru vinsælir meðal snekkjueigenda. Mynd/Vikal InternationalGunnar rekur starfsemina ásamt syni sínum. Þeir smíða að jafnaði þrjá báta á ári og hafa smíðað fimmtíu og fimm báta frá því að fyrirtækið var stofnað. „Það er ekki hægt að smíða marga báta á ári og það eru ekki pantaðir nema fáir svo þetta gengur alveg upp.“ Gunnar segir söluna vera mjög sveiflukennda og velta mikið á efnahagsástandi heimsins. Hann segir að efnahagshrunið hafi haft áhrif. En nú sé þetta komið á fleygiferð aftur. Fyrirtækið hefur stækkað frá stofnun en Gunnar segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á útrás. „Þetta er rosalega takmarkaður markaður og við erum ekki í því að stækka eins mikið og hægt er. Hann sonur minn stækkar fyrirtækið kannski í framtíðinni, það er undir honum komið.“ Gunnar á sjálfur einn bát en segist ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. „Ef maður hefur unnið við bátasmíði sex daga vikunnar mestalla ævina þá vill maður ekki eyða sjöunda deginum við það að leika sér um borð í bát.“ Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson, eða Gunnar Víkingur, hefur síðustu þrjátíu árin smíðað hraðbáta fyrir ríkustu fjölskyldur heims. Gunnar fluttist til Perth í Ástralíu fimmtán ára gamall árið 1969 og hóf að nema bátasmíði ári síðar. Árið 1982 stofnaði hann skipasmíðastöðina Vikal Internation sem sérhæfir sig í smíði hraðbáta. „Við seljum til þrjú til fjögur hundruð ríkustu fjölskyldna í heimi, við vinnum bara innan þeirra marka,“ segir Gunnar. „Við höfum gert ýmislegt til að komast í þessa stöðu, og við byrjuðum ekki að selja inn á þennan markað fyrr en tíu árum eftir stofnun.“ Vikal International sérhæfir sig í lúxushraðbátum fyrir stórar snekkjur. „Snekkjur á stærð við stærstu togara Íslands bera um borð smábáta og við smíðum þá. Þetta eru eins konar ferjur fyrir eigendurna og gesti þeirra, og í raun leikföng líka. Það eru alltaf sérþarfir fyrir hvern bát,“ segir Gunnar og áréttar að um hágæðaframleiðslu sé að ræða. „Sumir af þessum bátum eru í rauninni bara eins og stórir skartgripir. Fólkið sem kaupir þessa báta er fólk sem er búið að kaupa allt annað. Þetta er eiginlega það síðasta sem þú þarft að eiga. Þú kaupir ekki svona bát fyrr en þú ert búinn að panta skipið, og átt nú þegar nokkur hús, þyrlu og flugvél og allt annað sem þér dettur í hug.“Hraðbátarnir eru vinsælir meðal snekkjueigenda. Mynd/Vikal InternationalGunnar rekur starfsemina ásamt syni sínum. Þeir smíða að jafnaði þrjá báta á ári og hafa smíðað fimmtíu og fimm báta frá því að fyrirtækið var stofnað. „Það er ekki hægt að smíða marga báta á ári og það eru ekki pantaðir nema fáir svo þetta gengur alveg upp.“ Gunnar segir söluna vera mjög sveiflukennda og velta mikið á efnahagsástandi heimsins. Hann segir að efnahagshrunið hafi haft áhrif. En nú sé þetta komið á fleygiferð aftur. Fyrirtækið hefur stækkað frá stofnun en Gunnar segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á útrás. „Þetta er rosalega takmarkaður markaður og við erum ekki í því að stækka eins mikið og hægt er. Hann sonur minn stækkar fyrirtækið kannski í framtíðinni, það er undir honum komið.“ Gunnar á sjálfur einn bát en segist ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. „Ef maður hefur unnið við bátasmíði sex daga vikunnar mestalla ævina þá vill maður ekki eyða sjöunda deginum við það að leika sér um borð í bát.“
Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira