Erlent

Ellefu létust í sjálfsvígsárás

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Muhammadu Buhari fordæmdi árásirnar í dag.
Muhammadu Buhari fordæmdi árásirnar í dag. vísir/epa
Að minnsta kosti ellefu létu lífið og tugir særðust í sjálfsvígsárás á fjölförnum farsímamarkaði í Kano í Nígeríu í dag. Tvær konur eru grunaðar um verknaðinn, að því er segir á BBC.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en vígasveitir Boko Haram liggja undir grun. Síðast í júlí sprengdi unglingsstúlka sig í loft upp í við mosku í borginni, með þeim afleiðingum að einn beið bana. Boko Haram lýstu yfir ábyrgð á þeirri árás.

Muhammadu Buhari Nígeríuforseti fordæmdi árásina í dag, sem og árás sem átti sér stað í nígersku borginni Yola í gær. Þar féllu á fjórða tug manna, og yfir áttatíu særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×