Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2015 12:04 Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut. Vísir/GVA Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð og rekstrarformi á hluta starfsemi spítalans verði breytt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í morgun.Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn. Á nýjum stað yrði hægt að byggja nútímalegt sjúkrahús frá grunni sem taki ekki eins mikið pláss. Við Hringbraut þarf ennfremur að endurbyggja stóran hluta af gömlu og illa förnu húsnæði og benda skýrsluhöfundar á það í skýrslunni að kostnaður við þær framkvæmdir sé að öllum líkindum stórlega vanmetinn.Byggingar og tæki verði í eigu opinbers hlutafélags Einnig er lagt til að öllum fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum verði frestað þangað til endurmati á kjarnastarfsemi Landspítala, byggingu og rekstri dag- og göngudeildar og staðsetningu nýs Landspítala sé lokið. Í framhaldinu verði gerðir nýir kostnaðarútreikningar. Byggingar og tæki sem Landspítali mun nota í framtíðinni verði í eigu og umsjón opinbers hlutafélags sem og núverandi byggingar og tæki og áframleigt þaðan til LSH og hugsanlega til annarra heilbrigðisaðila. Einnig er tillaga að kennslu-, rannsóknar- og vísindastarfsemi verði sett í fastara form og samningar verði gerðir við menntastofnanir um hlutverk spítalans. Þannig fái stofnunin viðeigandi greiðslur fyrir að sinna því hlutverki. Þá er lagt til að tekið verði upp nýtt fyrirkomulag fjárveitinga til spítalans, blöndu af fastri fjárveitingu og afkastatengdri fjárveitingu.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð og rekstrarformi á hluta starfsemi spítalans verði breytt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í morgun.Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn. Á nýjum stað yrði hægt að byggja nútímalegt sjúkrahús frá grunni sem taki ekki eins mikið pláss. Við Hringbraut þarf ennfremur að endurbyggja stóran hluta af gömlu og illa förnu húsnæði og benda skýrsluhöfundar á það í skýrslunni að kostnaður við þær framkvæmdir sé að öllum líkindum stórlega vanmetinn.Byggingar og tæki verði í eigu opinbers hlutafélags Einnig er lagt til að öllum fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum verði frestað þangað til endurmati á kjarnastarfsemi Landspítala, byggingu og rekstri dag- og göngudeildar og staðsetningu nýs Landspítala sé lokið. Í framhaldinu verði gerðir nýir kostnaðarútreikningar. Byggingar og tæki sem Landspítali mun nota í framtíðinni verði í eigu og umsjón opinbers hlutafélags sem og núverandi byggingar og tæki og áframleigt þaðan til LSH og hugsanlega til annarra heilbrigðisaðila. Einnig er tillaga að kennslu-, rannsóknar- og vísindastarfsemi verði sett í fastara form og samningar verði gerðir við menntastofnanir um hlutverk spítalans. Þannig fái stofnunin viðeigandi greiðslur fyrir að sinna því hlutverki. Þá er lagt til að tekið verði upp nýtt fyrirkomulag fjárveitinga til spítalans, blöndu af fastri fjárveitingu og afkastatengdri fjárveitingu.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira