Þrestir unnu stærstu kvikmyndaverðlaun Suður-Ameríku Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 16:00 Rúnar Rúnarsson má sjá hér til hægri. vísir Um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma tilkynnti leikkonan Geraldine Chaplin, elsta dóttir Charlie Chaplin, að kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hefði hlotið hin virðulegu Bandeira Paulista aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Mostra í Sao Paulo í Brasilíu, sem er mikill heiður fyrir aðstandendur Þrasta þar sem þetta eru stærstu og mikilvægustu kvikmyndaverðlaun Suður-Ameríku. Þetta voru þó ekki einu verðlaun Þrasta því að CAA - Samtök Kvikmyndahandritahöfunda í Brasilíu, veittu myndinni sín verðlaun fyrir besta handritið. Rúnar og Lilja Snorradóttir framleiðandi voru viðstödd hátíðina. „Þetta var frábær ferð hjá okkur. Uppselt var á allar sýningar Þrasta og við fengum frábær viðbrögð. Fólk hló og grét yfir myndinni. Það er svo gaman að koma í önnur menningarsamfélög og upplifa viðbrögð fólks. Þetta var Suður-amerísk frumsýning hjá okkur og erum við í skýjunum yfir þessu öllu saman. Þessi verðlaun gefa fín fyrirheit um góða dreifingu myndarinnar í álfunni“ segir Lilja. „Það var heill her af hæfileikaríku fólki sem gerði þessa mynd að veruleika með dugnaði sínum og elju og ég á ekki til orð til að lýsa því hvað ég er stoltur af þeim. Þetta er búið að vera frábær uppskera hjá okkur“ segir Rúnar. Þetta er ekki fyrsta rósin í hnappagat aðstandenda myndarinnar, en fyrr í haust fengu Þrestir aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni eins og frægt er orðið. Sú hátíð er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum en það eru ein af stærstu verðlaunum sem íslensk mynd hefur hlotið. Þrestir hlutu einnig á dögunum aðalverðlaunin í 1-2 keppninni á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi og Silfur Hugo á kvikmyndahátíðinni í Chicago. Þrestir er önnur mynd Rúnars í fullri lengd. Sú fyrsta var Eldfjall sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2011 og sópaði upp verðlaunum um allan heim. Rúnari skaut fram á sjónarsviðið þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmyndina árið 2006, sem var myndin Síðasti bærinn. ÞRESTIR, sem byrjaði nýlega í almennum sýningum á Íslandi, er ljóðræn dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Rade Serbedzija.Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni. Óskarinn Tengdar fréttir Þrestir hlaut Silver Hugo verðlaunin Chicago International Film Festival hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. 24. október 2015 11:29 „Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“ Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma. 16. október 2015 15:15 Falleg en full kunnugleg þroskasaga Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri. 5. október 2015 09:30 Þrestir verðlaunaðir á kvikmyndahátíðinni í Varsjá Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki. 18. október 2015 10:51 Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00 Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma tilkynnti leikkonan Geraldine Chaplin, elsta dóttir Charlie Chaplin, að kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hefði hlotið hin virðulegu Bandeira Paulista aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Mostra í Sao Paulo í Brasilíu, sem er mikill heiður fyrir aðstandendur Þrasta þar sem þetta eru stærstu og mikilvægustu kvikmyndaverðlaun Suður-Ameríku. Þetta voru þó ekki einu verðlaun Þrasta því að CAA - Samtök Kvikmyndahandritahöfunda í Brasilíu, veittu myndinni sín verðlaun fyrir besta handritið. Rúnar og Lilja Snorradóttir framleiðandi voru viðstödd hátíðina. „Þetta var frábær ferð hjá okkur. Uppselt var á allar sýningar Þrasta og við fengum frábær viðbrögð. Fólk hló og grét yfir myndinni. Það er svo gaman að koma í önnur menningarsamfélög og upplifa viðbrögð fólks. Þetta var Suður-amerísk frumsýning hjá okkur og erum við í skýjunum yfir þessu öllu saman. Þessi verðlaun gefa fín fyrirheit um góða dreifingu myndarinnar í álfunni“ segir Lilja. „Það var heill her af hæfileikaríku fólki sem gerði þessa mynd að veruleika með dugnaði sínum og elju og ég á ekki til orð til að lýsa því hvað ég er stoltur af þeim. Þetta er búið að vera frábær uppskera hjá okkur“ segir Rúnar. Þetta er ekki fyrsta rósin í hnappagat aðstandenda myndarinnar, en fyrr í haust fengu Þrestir aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni eins og frægt er orðið. Sú hátíð er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum en það eru ein af stærstu verðlaunum sem íslensk mynd hefur hlotið. Þrestir hlutu einnig á dögunum aðalverðlaunin í 1-2 keppninni á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi og Silfur Hugo á kvikmyndahátíðinni í Chicago. Þrestir er önnur mynd Rúnars í fullri lengd. Sú fyrsta var Eldfjall sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2011 og sópaði upp verðlaunum um allan heim. Rúnari skaut fram á sjónarsviðið þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmyndina árið 2006, sem var myndin Síðasti bærinn. ÞRESTIR, sem byrjaði nýlega í almennum sýningum á Íslandi, er ljóðræn dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Rade Serbedzija.Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni.
Óskarinn Tengdar fréttir Þrestir hlaut Silver Hugo verðlaunin Chicago International Film Festival hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. 24. október 2015 11:29 „Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“ Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma. 16. október 2015 15:15 Falleg en full kunnugleg þroskasaga Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri. 5. október 2015 09:30 Þrestir verðlaunaðir á kvikmyndahátíðinni í Varsjá Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki. 18. október 2015 10:51 Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00 Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Þrestir hlaut Silver Hugo verðlaunin Chicago International Film Festival hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. 24. október 2015 11:29
„Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“ Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma. 16. október 2015 15:15
Falleg en full kunnugleg þroskasaga Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri. 5. október 2015 09:30
Þrestir verðlaunaðir á kvikmyndahátíðinni í Varsjá Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki. 18. október 2015 10:51
Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00