Innlent

Bein útsending: Björk á blaðamannafundi í Gamla bíó

Uppfært: Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan.

Umhverfisverndarsinnarnir Andri Snær Magnason og Björk Guðmundsdóttir eru á meðal þeirra sem boðað hafa til blaðamannafundar í Gamla bíó í dag klukkan 11. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.

„Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves,“ segir í tilkynningu vegna fundarins.

Fundurinn hefst klukkan 11 og verður spilarinn aðgengilegur hér að ofan rétt fyrir fundinn.

Tilkynning frá Andra Snæ vegna fundarins má lesa að neðan:

Nú eru á Íslandi fjölmargir blaðamenn í tengslum við Iceland Airwaves. Í breskum fjölmiðlum á undanförnum vikum eftir heimsókn Camerons til Íslands hafa menn ýjað að því að Ísland gæti nánast knúið Bretland með ,„eldfjöllum“.

Það er ómögulegt að ímynda sér hvaðan orkan á að koma í slíkan streng, nú þegar fyrir liggja þrjú kísilver auk Silikor verksmiðju í Hvalfirði, óklárað álver í Helguvík og Álver á Hafursstöðum.

Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves.

Ósnortin Náttúra Íslands er þegar orðin okkar helsta tekjulind og hún skapar framtakssömu fólki atvinnu um allt land.

Sofandaháttur og stefnuleysi ógna nú Náttúru landsins.

Það er mikilvægt að í umfjöllun um sæstreng verði hagsmunir náttúru Íslands í fyrirrúmi, enda er hún fugl í hendi sem er ástæðulaust að fórna fyrir fugl í skógi.

Nú liggur fyrir umhverfismat vegna háspennulínu yfir Sprengisand og tregða Landsnets til að líta á jarðstengi, vilji þeirra til að varpa kostnaði á uppbyggingu raflína vegna stóriðju á almenning er eitthvað sem fjölmiðlar eiga að fylgjast grannt með.

Það er mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum varðandi mannvirkjabelti yfir Spengisand og hvort áform í Skrokköldu, Hágöngum og Skjálfandafljóti séu forsendur línunnar. Allt of oft hefur orkugeirinn skammtað fólki naumar upplýsingar.

Við eigum okkur draum um glæsilegan Þjóðgarð á miðhálendi Íslands þar sem einstök náttúran nýtur verndar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.