Innlent

Gunnar Hansen látinn

Gunnar varð frægur fyrir leik sinn í hryllingsmyndinni Texas ChainSaw Massacre sem kom út árið 1974.
Gunnar varð frægur fyrir leik sinn í hryllingsmyndinni Texas ChainSaw Massacre sem kom út árið 1974. vísir/getty
Leikarinn Gunnar Hansen lést í Bandaríkjunum gær 68 ára aldri. Gunnar varð frægur fyrir leik sinn í hryllingsmyndinni Texas ChainSaw Massacre sem kom út árið 1974.

Gunnar fæddist á Íslandi og bjó þar fyrstu fimm ár ævi sinnar en fluttist þá ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þar sem hann festi rætur.

Gunnar lék í alls tuttugu kvikmyndum þar á meðal íslensku myndinni Reykjavík Whale Watching Massacre og gerði einnig heimildarmynd um Grænland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×