Prestur segir sóknargjöld nýtt án leyfis Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. nóvember 2015 05:00 Séra Geir Waage lýsti ánægju með það á Kirkjuþingi að ekki eigi að halda áfram að nýta fé úr jöfnunarsjóði sókna í önnur útgjöld innan þjóðkirkjunnar en lög segi til um. Séra Geir er standandi á myndinni. vísir/gva Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, sagði á Kirkjuþingi í október að fjármunir sókna í landinu hefðu verið „teknir í nokkuð stórum stíl á undanförnum árum til að launa presta og til þess að greiða ýmsan kostnað á biskupsstofu,“ eins og Geir orðaði það. Geir vísaði til Jöfnunarsjóðs sókna. Í hann rennur hluti sóknargjalda sem meðlimir þjóðkirkjunnar greiða til sinna söfnuða. Kom fram í máli Geirs að á tímabilinu eftir hrun hefðu samtals runnið 175 milljónir króna úr jöfnunarsjóðnum til Biskupsstofu. Það sagði Geir óheimilt samkvæmt lögum og reglugerðum. Það hafi þó verið gert vegna hagræðingarkröfu ríkisins á hendur þjóðkirkjunni, sem eftir hrun hefur ekki fengið fullt afgjald samkvæmt kirkjujarðasamkomulagi. Því afgjaldi er ætlað að standa undir launum presta og starfsmanna á Biskupsstofu. „Og menn spyrja sig vitaskuld; hvert hafa þessar greiðslur runnið þaðan og til hvaða verkefna?“ sagði Geir. „Jafnvel þó að um einhvers konar neyðaraðstæður hafi verið ræða vegna peningaástandsins í kirkjunni í kjölfar hrunsins þá verðum við að breyta þessu strax og ekki síðar en nú, hér á þessu þingi, því þetta gengur ekki.“ Geir undirstrikaði að lögin leyfðu ekki að peningum jöfnunarsjóðs væri ráðstafað í annað en í þágu sóknanna og starfsemi þeirra. „Það er hvergi nokkurs staðar opnuð leið í lögunum eða reglugerðinni til þess að taka fé úr þessum sjóði til þess að kosta prestsþjónustu eða til annars kostnaðar heldur en einhverrar umsýslu sjóðsins á Biskupsstofu,“ sagði Geir. Séra Gísli Gunnarsson, sem situr í fjárhagsnefnd Kirkjuþings, svaraði Geir og sagði alveg ljóst að frá hruni hefði þurft að fjármagna rekstur þjóðkirkjunnar á dálítið annan hátt en fyrir hrun. Eina leiðin sem hefði verið fær til að brúa bilið á þeim tekjulið sem Biskupsstofa og þjóðkirkjan heyrir undir á fjárlögum hafi verið farin með samþykki Kirkjuþings og með samþykki ríkisendurskoðunar. „Það var að taka fé úr jöfnunarsjóði, taka fé úr Kirkjumálasjóði og selja eignir,“ skýrði séra Gísli. Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar Kirkjuþings, tók í svipaðan streng og Gísli Gunnarson. „Við getum sjálfsagt gert ágreining um það hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki en hún var alla vega gerð til þess að forða því að fækka starfsmönnum meira en orðið hefur,“ útskýrði Gísli sem dró í efa fullyrðingu Geirs um að þessi aðferð væri ekki í samræmi við lög og reglur. „Allavega var sá gjörningur í það minnsta samþykktur af Kirkjuþingum og þeir ársreikningar sem gerðir hafa verið upp á þessu tímabili hafa nú verið áritaðir af ríkisendurskoðun þannig að ég tel nú hæpið að tala um kannski lögbrot en þetta er auðvitað ekki mitt svið svo sem að túlka það í smáatriðum,“ sagði Gísli Jónasson. Þegar upplýst var að kirkjuráð Þjóðkirkjunnar hefði samþykkt í sumar að ekki yrði fært frekara fé milli sjóða og að fengnum svörum Gíslanna tveggja kvaðst Geir vera sáttur. „Og ég treysti því að nú veitist kirkjuráðinu ráðrúm til að verja eftirleiðis fé til verkefna í samræmi við heimildir í lögum,“ sagði sóknarpresturinn í Reykholti við lok umræðna um fjármál Þjóðkirkjunnar. Hlutverk jöfnunarsjóðs samkvæmt lögum um sóknargjöldAð veita styrki til þeirra kirkna sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur.Að leitast við að jafna aðstöðu og styrkja sóknir þar sem lögmæltar tekjur skv. 2. gr. laga þessara nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum að dómi sóknarnefndar og sóknarprests og að fenginni umsögnhéraðsnefndar.Að auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum.Að styrkja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, sagði á Kirkjuþingi í október að fjármunir sókna í landinu hefðu verið „teknir í nokkuð stórum stíl á undanförnum árum til að launa presta og til þess að greiða ýmsan kostnað á biskupsstofu,“ eins og Geir orðaði það. Geir vísaði til Jöfnunarsjóðs sókna. Í hann rennur hluti sóknargjalda sem meðlimir þjóðkirkjunnar greiða til sinna söfnuða. Kom fram í máli Geirs að á tímabilinu eftir hrun hefðu samtals runnið 175 milljónir króna úr jöfnunarsjóðnum til Biskupsstofu. Það sagði Geir óheimilt samkvæmt lögum og reglugerðum. Það hafi þó verið gert vegna hagræðingarkröfu ríkisins á hendur þjóðkirkjunni, sem eftir hrun hefur ekki fengið fullt afgjald samkvæmt kirkjujarðasamkomulagi. Því afgjaldi er ætlað að standa undir launum presta og starfsmanna á Biskupsstofu. „Og menn spyrja sig vitaskuld; hvert hafa þessar greiðslur runnið þaðan og til hvaða verkefna?“ sagði Geir. „Jafnvel þó að um einhvers konar neyðaraðstæður hafi verið ræða vegna peningaástandsins í kirkjunni í kjölfar hrunsins þá verðum við að breyta þessu strax og ekki síðar en nú, hér á þessu þingi, því þetta gengur ekki.“ Geir undirstrikaði að lögin leyfðu ekki að peningum jöfnunarsjóðs væri ráðstafað í annað en í þágu sóknanna og starfsemi þeirra. „Það er hvergi nokkurs staðar opnuð leið í lögunum eða reglugerðinni til þess að taka fé úr þessum sjóði til þess að kosta prestsþjónustu eða til annars kostnaðar heldur en einhverrar umsýslu sjóðsins á Biskupsstofu,“ sagði Geir. Séra Gísli Gunnarsson, sem situr í fjárhagsnefnd Kirkjuþings, svaraði Geir og sagði alveg ljóst að frá hruni hefði þurft að fjármagna rekstur þjóðkirkjunnar á dálítið annan hátt en fyrir hrun. Eina leiðin sem hefði verið fær til að brúa bilið á þeim tekjulið sem Biskupsstofa og þjóðkirkjan heyrir undir á fjárlögum hafi verið farin með samþykki Kirkjuþings og með samþykki ríkisendurskoðunar. „Það var að taka fé úr jöfnunarsjóði, taka fé úr Kirkjumálasjóði og selja eignir,“ skýrði séra Gísli. Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar Kirkjuþings, tók í svipaðan streng og Gísli Gunnarson. „Við getum sjálfsagt gert ágreining um það hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki en hún var alla vega gerð til þess að forða því að fækka starfsmönnum meira en orðið hefur,“ útskýrði Gísli sem dró í efa fullyrðingu Geirs um að þessi aðferð væri ekki í samræmi við lög og reglur. „Allavega var sá gjörningur í það minnsta samþykktur af Kirkjuþingum og þeir ársreikningar sem gerðir hafa verið upp á þessu tímabili hafa nú verið áritaðir af ríkisendurskoðun þannig að ég tel nú hæpið að tala um kannski lögbrot en þetta er auðvitað ekki mitt svið svo sem að túlka það í smáatriðum,“ sagði Gísli Jónasson. Þegar upplýst var að kirkjuráð Þjóðkirkjunnar hefði samþykkt í sumar að ekki yrði fært frekara fé milli sjóða og að fengnum svörum Gíslanna tveggja kvaðst Geir vera sáttur. „Og ég treysti því að nú veitist kirkjuráðinu ráðrúm til að verja eftirleiðis fé til verkefna í samræmi við heimildir í lögum,“ sagði sóknarpresturinn í Reykholti við lok umræðna um fjármál Þjóðkirkjunnar. Hlutverk jöfnunarsjóðs samkvæmt lögum um sóknargjöldAð veita styrki til þeirra kirkna sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur.Að leitast við að jafna aðstöðu og styrkja sóknir þar sem lögmæltar tekjur skv. 2. gr. laga þessara nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum að dómi sóknarnefndar og sóknarprests og að fenginni umsögnhéraðsnefndar.Að auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum.Að styrkja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira