Innlent

Stórveldin funda vegna Sýrlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
John Kerry og Sergeiy Lavrov funda með fulltruúm Íran og Tyrklands.
John Kerry og Sergeiy Lavrov funda með fulltruúm Íran og Tyrklands. Vísir/Getty
Í fyrsta sinn munu fulltrúar þeirra ríkja sem styðja þá hópa sem takast á í Sýrlandi hittast og funda vegna átakana þar í landi. Fundurinn fer fram í Vínarborg í Austurríki og hefst í dag.

Búist er við að fundurinn muni snúast um að blokkirnar tvær, sú sem er leidd af Bandaríkjunum og sú sem er leidd af Rússum, muni reyna að færast nær einhverskonar lausn á átökunum í Sýrlandi sem geisað hafa í fjögur ár.

Bandaríkin, Tyrkland, Sádí-Arabía og aðrir bandamenn þeirra hafa beitt sér fyrir því að Bashar al-Assad stigi til hliðar sem forseti Sýrlands. Assad nýtur stuðnings Rússlands og Íran og í fyrsta sinn munu fulltrúar allra þessara ríkja og fleiri til setjast niður til þess að ræða málin.

Alls munu fulltrúar frá Bandaríkjun, Rússlandi, Sýrlandi, Íran, Tyrklandi, Þýskalandi, Egyptalandi, Líbabon, Írak, Katar, Óman, Jórdaníu og Kína auk fulltra frá Evrópusambandinu sitja fundinn.

Ekki er búist við að mikill árangur náist á fundinum en í samtali við BBC sagði vestrænn diplómati að ef einungis tækist að koma í veg fyrir að fulltrúar andstæðra sjónarmiða gengu út myndi það flokkast sem árangursríkur fundur.


Tengdar fréttir

Aukin áhersla á frið og uppreisnarhópa

Bandaríkjamenn segjast ætla að auka áhersluna á friðsamlega lausn á stríðinu í Sýrlandi um leið og þeir hafa lýst því yfir að stuðningur við hófsöm uppreisnaröfl í landinu verði einnig aukinn.

Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað

Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×