Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 31. október 2015 18:56 Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira