Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2015 13:12 Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“ Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“
Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47