Sara Björk: Svíavæll í Guggu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 13:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru klárar í slaginn. mynd/skjáskot Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru mættar til Makedóníu þar sem þær eiga leik gegn heimakonum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017 á morgun. Ísland byrjaði á 2-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli í fyrstu umferð, en á nú tvo leiki á útivelli gegn Makedóníu og Slóveníu. Tveir lykilmenn liðsins; Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir, eru nýkrýndir landsmeistarar. Guðbjörg með Lilleström í Noregi en Sara með Rosengård í Svíþjóð. Í viðtali við SportTV töluðu þær um fögnuðinn eftir að vinna deildina, en töluvert meira fjör var hjá Söru og stöllum hennar í Rosengård í Svíþjóð. „Þetta var aðeins meira spennandi hjá Söru því þær tryggðu titillinn í lokaumferðinni. Við erum búnar að vita svolítinn tíma að við myndum vinna og enn eru tveir leikir eru eftir. Þetta var pínu formsatriði hjá okkur,“ segir Guðbjörg sem ver mark Lilleström. „Það var æðislegt að vinna titilinn í lokaumferðinni eftir langt og erfitt tímabil,“ segir Sara Björk sem viðurkennir að það sé skemmtilegra að mæta í landsliðsferðir eftir sigur í deildinni í stað þess að fá silfur. „Ég hefði verið mjög súr. En ég næ að kúpla mig út úr þessu með landsliðinu. Þetta er annað verkefni, en ég er ánægð í dag,“ sagði hún. Stelpunum líst vel á aðstæður í Makedóníu, en grasið á leikvanginum þar sem spilað er lítur vel út að sögn Guðbjargar. „Maður veit aldrei við hverju maður á að búast þegar maður kemur til þessara landa. En ég held þetta sé bara í góðu lagi,“ segir Guðbjörg sem fékk frí á æfingu í gær. „Hún er orðin eins og Svíi. Það er einhver væll í henni,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir þá kímin að lokum. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru mættar til Makedóníu þar sem þær eiga leik gegn heimakonum í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017 á morgun. Ísland byrjaði á 2-0 sigri gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli í fyrstu umferð, en á nú tvo leiki á útivelli gegn Makedóníu og Slóveníu. Tveir lykilmenn liðsins; Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir, eru nýkrýndir landsmeistarar. Guðbjörg með Lilleström í Noregi en Sara með Rosengård í Svíþjóð. Í viðtali við SportTV töluðu þær um fögnuðinn eftir að vinna deildina, en töluvert meira fjör var hjá Söru og stöllum hennar í Rosengård í Svíþjóð. „Þetta var aðeins meira spennandi hjá Söru því þær tryggðu titillinn í lokaumferðinni. Við erum búnar að vita svolítinn tíma að við myndum vinna og enn eru tveir leikir eru eftir. Þetta var pínu formsatriði hjá okkur,“ segir Guðbjörg sem ver mark Lilleström. „Það var æðislegt að vinna titilinn í lokaumferðinni eftir langt og erfitt tímabil,“ segir Sara Björk sem viðurkennir að það sé skemmtilegra að mæta í landsliðsferðir eftir sigur í deildinni í stað þess að fá silfur. „Ég hefði verið mjög súr. En ég næ að kúpla mig út úr þessu með landsliðinu. Þetta er annað verkefni, en ég er ánægð í dag,“ sagði hún. Stelpunum líst vel á aðstæður í Makedóníu, en grasið á leikvanginum þar sem spilað er lítur vel út að sögn Guðbjargar. „Maður veit aldrei við hverju maður á að búast þegar maður kemur til þessara landa. En ég held þetta sé bara í góðu lagi,“ segir Guðbjörg sem fékk frí á æfingu í gær. „Hún er orðin eins og Svíi. Það er einhver væll í henni,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir þá kímin að lokum. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira