Argur Hannes sendir RÚV tóninn vegna fregna af töfum skila skýrslu hans Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2015 21:24 Prófessorinn furðar sig á því sem honum finnst hreinlega brenglað fréttamat fréttastofu RÚV. visir/Stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira