Freyr: Leikmenn okkar eiga meiri virðingu skilið en þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 14:06 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm „Ég er sáttur að ná að klára þetta,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi um 4-0 sigurinn á Makedóníu í undankeppni EM 2017 í dag. Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin fjögur á fyrsta hálftímanum á rennblautum vellinum í Skopje sem var líkari vatnaveröld en fótboltavelli. „Ég hef ekki stýrt leik við erfiðari aðstæður. Vallaraðstæður voru rosalegar og grasið sjálft hræðilegt. Við þurfum að breyta leikáætlun okkar,“ segir Freyr. „Við viljum reyna að halda aðeins í boltann og ná upp tempó og hröðum sendignum en við fórum bara í að koma honum beina leið fram og refsa á síðasta þriðjungi vallarins. Það var það eina sem var í goði.“Kvennaboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta Landsliðsþjálfarinn var eðlilega mjög ósáttur við vallaraðstæður í dag, en pollar voru úti um allt á vellinum og stoppaði boltinn oft þegar reynt var að senda hann á milli manna. „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta“ segir Freyr ósáttur. „Það er klárt að Guðrún Inga [Sívertsen, varaformaður KSí] og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] fara í þetta mál og ég treysti þeim fyrir því. Okkar stelpur eiga meiri virðingu skilið en þetta.“Ekki vallarklukka á vellinum Freyr var samt ánægður með hvernig stelpurnar okkar tækluðu verkefnið. „Miðað við allt fannst mér flott hvernig stelpurnar nálguðust þetta með krafti. Þær sýndu flott viðhorf og kláruðu þetta bara í fyrri hálfleik. Þær létu þetta ekkert pirra sig,“ segir Freyr, en það var ekki einu sinni vallarklukka á vellinum. „Ég var bara með úr á höndinni og þurfti að garga hvað var mikið búið. Þetta er náttúrlega ekki hægt, segir Freyr. Þjálfarinn segist sáttur með að allir leikmennirnir sluppu heilir og án guls spjalds frá leiknum, en hann vildi sjá fleiri mörk. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig það er bara vinna framundan fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
„Ég er sáttur að ná að klára þetta,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi um 4-0 sigurinn á Makedóníu í undankeppni EM 2017 í dag. Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin fjögur á fyrsta hálftímanum á rennblautum vellinum í Skopje sem var líkari vatnaveröld en fótboltavelli. „Ég hef ekki stýrt leik við erfiðari aðstæður. Vallaraðstæður voru rosalegar og grasið sjálft hræðilegt. Við þurfum að breyta leikáætlun okkar,“ segir Freyr. „Við viljum reyna að halda aðeins í boltann og ná upp tempó og hröðum sendignum en við fórum bara í að koma honum beina leið fram og refsa á síðasta þriðjungi vallarins. Það var það eina sem var í goði.“Kvennaboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta Landsliðsþjálfarinn var eðlilega mjög ósáttur við vallaraðstæður í dag, en pollar voru úti um allt á vellinum og stoppaði boltinn oft þegar reynt var að senda hann á milli manna. „Ég spyr mig að því hvort þessi leikur hefði hreinlega farið fram í karlafótbolta. Völlurinn drenaði ekki neitt og menn reyndu ekki einu sinni að skafa mestu pollana af vellinum. Því miður er kvennafótboltinn sumstaðar ekki kominn lengra en þetta“ segir Freyr ósáttur. „Það er klárt að Guðrún Inga [Sívertsen, varaformaður KSí] og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] fara í þetta mál og ég treysti þeim fyrir því. Okkar stelpur eiga meiri virðingu skilið en þetta.“Ekki vallarklukka á vellinum Freyr var samt ánægður með hvernig stelpurnar okkar tækluðu verkefnið. „Miðað við allt fannst mér flott hvernig stelpurnar nálguðust þetta með krafti. Þær sýndu flott viðhorf og kláruðu þetta bara í fyrri hálfleik. Þær létu þetta ekkert pirra sig,“ segir Freyr, en það var ekki einu sinni vallarklukka á vellinum. „Ég var bara með úr á höndinni og þurfti að garga hvað var mikið búið. Þetta er náttúrlega ekki hægt, segir Freyr. Þjálfarinn segist sáttur með að allir leikmennirnir sluppu heilir og án guls spjalds frá leiknum, en hann vildi sjá fleiri mörk. „Ég er óánægður með færanýtinguna. Til að fara úr því að vera gott lið í frábært lið verðum við að nýta færin betur. Við þurfum að finna lausnir á þessu þannig það er bara vinna framundan fyrir leikinn gegn Slóveníu um helgina,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira