Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2015 11:24 Í stefndi að friðun hafnargarðsins kostaði milljarða-skaðabótamál á hendur ríkinu. En, sennilega sleppur það því bréfið barst of seint. visir/gva Friðlýsing forsætisráðherra á gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík barst of seint og því hefur hún ekkert lagalegt gildi. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Lögmaður framkvæmdaraðila tekur undir þetta mat og gerir ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á svæðinu í næstu viku.Deigur krókur á móti bragðiFrá því var greint í gærkvöldi að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi friðað í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 í Reykjavík. Frá því hefur jafnframt verið greint að komi til friðunar muni lóðahafar höfða skaðabótamál á hendur ríkinu sem nemur 2,2 milljörðum króna.Í gærkvöldi bárust þær fréttir óvænt að Sigrún Magnúsdóttir væri settur forsætisráðherra og hún væri búin að friða hafnargarðinn.visir/stefánFriðun hafnargarðsins hefur verið sérstakt áhugamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og taldi borgarlögmaður hann vanhæfan til að fjalla um málið. Sem krókur á móti bragði var Sigrún skipuð forsætisráðherra, en sú ráðstöfun virðist ekki ætla að duga, ef marka má orð borgarstjóra.Ráðuneytið einfaldlega of seint á ferð með bréfið„Þegar kom í ljós að þessi hafnargarður var ekki meira en hundrað ára heldur yngri, frá 1928, þá lagði minjastofnun til skyndifriðun og þá hefur viðkomandi ráðherra sex vikur til að segja af eða á. Og sá tími leið án þess að ráðherra tæki afstöðu til þess. Daginn eftir barst hins vegar bréf um að ráðuneytið hefði viljað friða garðinn en það var einfaldlega of seint,“ sagði Dagur í samtali við Höskuld Kára Schram fréttamann nú í morgun.Dagur segir að bréfið hafi borist of seint og það hafi þannig ekkert gildi.visir/arnþórÞannig að þessi yfirlýsing hefur ekkert gildi? „Okkur sýnist það svona í fljótu bragi, já,“ segir borgarstjóri.Friðunin markleysa að mati lögmannsHöskuldur ræddi jafnframt við Óskar Sigurðsson sem er lögmaður framkvæmdaaðila á svæðinu: Landsstólpar-þróunarfélag og innti þá eftir afstöðu nú þegar fyrir lægi að ráðherra vildi friða garðinn. „Afstaða minna umbjóðenda er sú að þessi ákvörðun kom á óvart. Og jafnframt liggur fyrir að þessi ákvörðun er ekki tekin í samræmi við fyrirmæli laga um menningarminjar, ekki innan þess frests er samkvæmt lögunum. Fresturinn er runninn út og ákvörðun sem ráðherra hefur tekið er í sjálfu sér markleysa.“Hinn umdeildi hafnargarður. Nú stefnir í að vilji Framsóknarmanna til að friða garðinn muni ekki ná fram að ganga.visir/gvaTjón hleypur þegar á hundruðum milljóna Óskar segist gera ráð fyrir að framkvæmdir haldi áfram næstu viku. Nú þegar hefur orðið verulegt tjón vegna tafa og hefur verið gerð grein fyrir því tjóni í bréfum til ráðuneytisins. „Tjónið er þegar orðið mjög mikið. Og lögin gera hreinlega ráð fyrir því að svona tjón skuli bætt og ef ekki næst samkomulag um bætur fer það eftir reglum um eignarnámsbætur. Og því verður væntanlega fylgt eftir.“ Lögmaðurinn segir að um verulegar fjárhæðir sé að ræða, sem hleypur á hundruðum milljóna og ef friðunin eigi að standa þá hlaupi skaðabótakrafa á mörgum milljörðum. Hann segir að komi til þess sé það ákvörðun ráðherra og ríkissjóður þannig skaðabótaskyldur. Tengdar fréttir Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Friðlýsing forsætisráðherra á gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík barst of seint og því hefur hún ekkert lagalegt gildi. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Lögmaður framkvæmdaraðila tekur undir þetta mat og gerir ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á svæðinu í næstu viku.Deigur krókur á móti bragðiFrá því var greint í gærkvöldi að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi friðað í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 í Reykjavík. Frá því hefur jafnframt verið greint að komi til friðunar muni lóðahafar höfða skaðabótamál á hendur ríkinu sem nemur 2,2 milljörðum króna.Í gærkvöldi bárust þær fréttir óvænt að Sigrún Magnúsdóttir væri settur forsætisráðherra og hún væri búin að friða hafnargarðinn.visir/stefánFriðun hafnargarðsins hefur verið sérstakt áhugamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og taldi borgarlögmaður hann vanhæfan til að fjalla um málið. Sem krókur á móti bragði var Sigrún skipuð forsætisráðherra, en sú ráðstöfun virðist ekki ætla að duga, ef marka má orð borgarstjóra.Ráðuneytið einfaldlega of seint á ferð með bréfið„Þegar kom í ljós að þessi hafnargarður var ekki meira en hundrað ára heldur yngri, frá 1928, þá lagði minjastofnun til skyndifriðun og þá hefur viðkomandi ráðherra sex vikur til að segja af eða á. Og sá tími leið án þess að ráðherra tæki afstöðu til þess. Daginn eftir barst hins vegar bréf um að ráðuneytið hefði viljað friða garðinn en það var einfaldlega of seint,“ sagði Dagur í samtali við Höskuld Kára Schram fréttamann nú í morgun.Dagur segir að bréfið hafi borist of seint og það hafi þannig ekkert gildi.visir/arnþórÞannig að þessi yfirlýsing hefur ekkert gildi? „Okkur sýnist það svona í fljótu bragi, já,“ segir borgarstjóri.Friðunin markleysa að mati lögmannsHöskuldur ræddi jafnframt við Óskar Sigurðsson sem er lögmaður framkvæmdaaðila á svæðinu: Landsstólpar-þróunarfélag og innti þá eftir afstöðu nú þegar fyrir lægi að ráðherra vildi friða garðinn. „Afstaða minna umbjóðenda er sú að þessi ákvörðun kom á óvart. Og jafnframt liggur fyrir að þessi ákvörðun er ekki tekin í samræmi við fyrirmæli laga um menningarminjar, ekki innan þess frests er samkvæmt lögunum. Fresturinn er runninn út og ákvörðun sem ráðherra hefur tekið er í sjálfu sér markleysa.“Hinn umdeildi hafnargarður. Nú stefnir í að vilji Framsóknarmanna til að friða garðinn muni ekki ná fram að ganga.visir/gvaTjón hleypur þegar á hundruðum milljóna Óskar segist gera ráð fyrir að framkvæmdir haldi áfram næstu viku. Nú þegar hefur orðið verulegt tjón vegna tafa og hefur verið gerð grein fyrir því tjóni í bréfum til ráðuneytisins. „Tjónið er þegar orðið mjög mikið. Og lögin gera hreinlega ráð fyrir því að svona tjón skuli bætt og ef ekki næst samkomulag um bætur fer það eftir reglum um eignarnámsbætur. Og því verður væntanlega fylgt eftir.“ Lögmaðurinn segir að um verulegar fjárhæðir sé að ræða, sem hleypur á hundruðum milljóna og ef friðunin eigi að standa þá hlaupi skaðabótakrafa á mörgum milljörðum. Hann segir að komi til þess sé það ákvörðun ráðherra og ríkissjóður þannig skaðabótaskyldur.
Tengdar fréttir Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00
Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41