Hugur starfsfólks og íbúa hjá aðstandendum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2015 12:09 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan hálf eitt í dag. Vísir/Pjetur Íbúar og starfsfólk búsetukjarna Reykjavíkurborgar við Miklubraut eru slegnir og hafa fengið áfallahjálp eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í húsinu í gærkvöldi. Sá hafði orðið fyrir líkamsárás og er karlmaður á fertugsaldri í haldi lögreglu og var krafist gæsluvarðhalds yfir honum fyrir héraðsdómi í hádeginu í dag. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að vel og fagmannlega hafi verið brugðist við af hálfu starfsmanna seint í gærkvöldi og í nótt. Hann hafi sjálfur mætt á vettvang í nótt og var þá þegar unnið að því að hafa samband við aðstandendur íbúa í kjarnanum og upplýsa þá um hvað gerst hafði.Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Eitt flóknasta úrræði borgarinnar Um er að ræða einn af sextíu til sjötíu búsetukjörnum fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Þessi tiltekni kjarni er fyrir geðfatlaða einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða eins og til að mynda með neyslu vímuefna. „Þetta er eitt af okkar flóknustu úrræðum sem þarna er,“ segir Stefán en margir íbúa hafi glímt við vanda sinn árum eða áratugum saman. Áður en úrræðinu var komið á fót höfðu sumir sem glímdu við þessi vandamál búið á götunni. Úrræðið var sett á laggirnar fyrir um áratug síðan að sögn Stefáns en peningar sem ríkissjóður fékk við sölu Símans árið 2005 hafi þar skipt sköpum.Hugur starfsfólks og íbúa hjá aðstandendum Stefán minnir á að lögreglurannsókn standi yfir sem muni leiða í ljós hvað varð til þess að manninum var ráðinn bani. „Við fyrstu yfirferð er ekkert sem bendir til þess að það hafi eitthvað verið gert sem ekki átti að gera eða hafi verið í ósamræmi við það vinnulag sem þarna tíðkast,“ segir Stefán. Málið verði þó eðlilega skoðað gaumgæfilega og athugað hvort eitthvað megi lagfæra í verklaginu með hliðsjón af þessum atburði. Að sögn Stefáns eru allir, hvort sem er starfsfólk eða íbúar, mjög slegnir yfir atburðum gærkvöldsins. Starfsfólk muni halda áfram að aðstoða íbúa í gegnum áfallið og sinna þeirra þörfum eins og áður. „Við þurfum líka að huga að starfsmönnum sem þarna eru og þeirra líðan. Það eru allir mjög slegnir, eðlilega. Starfsmenn þekktu þá sem hlut eiga að máli og hugur þeirra og íbúa er hjá aðstandendum.“ Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna gruns um manndráp Mikill viðbúnaður var á staðnum. 22. október 2015 23:13 Manndráp við Miklubraut: Hinn grunaði á fertugsaldri Lögregla hefur lagt hald á eggvopn sem talið er að hafi verið notað við verknaðinn. 23. október 2015 08:54 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Íbúar og starfsfólk búsetukjarna Reykjavíkurborgar við Miklubraut eru slegnir og hafa fengið áfallahjálp eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í húsinu í gærkvöldi. Sá hafði orðið fyrir líkamsárás og er karlmaður á fertugsaldri í haldi lögreglu og var krafist gæsluvarðhalds yfir honum fyrir héraðsdómi í hádeginu í dag. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að vel og fagmannlega hafi verið brugðist við af hálfu starfsmanna seint í gærkvöldi og í nótt. Hann hafi sjálfur mætt á vettvang í nótt og var þá þegar unnið að því að hafa samband við aðstandendur íbúa í kjarnanum og upplýsa þá um hvað gerst hafði.Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Eitt flóknasta úrræði borgarinnar Um er að ræða einn af sextíu til sjötíu búsetukjörnum fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Þessi tiltekni kjarni er fyrir geðfatlaða einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða eins og til að mynda með neyslu vímuefna. „Þetta er eitt af okkar flóknustu úrræðum sem þarna er,“ segir Stefán en margir íbúa hafi glímt við vanda sinn árum eða áratugum saman. Áður en úrræðinu var komið á fót höfðu sumir sem glímdu við þessi vandamál búið á götunni. Úrræðið var sett á laggirnar fyrir um áratug síðan að sögn Stefáns en peningar sem ríkissjóður fékk við sölu Símans árið 2005 hafi þar skipt sköpum.Hugur starfsfólks og íbúa hjá aðstandendum Stefán minnir á að lögreglurannsókn standi yfir sem muni leiða í ljós hvað varð til þess að manninum var ráðinn bani. „Við fyrstu yfirferð er ekkert sem bendir til þess að það hafi eitthvað verið gert sem ekki átti að gera eða hafi verið í ósamræmi við það vinnulag sem þarna tíðkast,“ segir Stefán. Málið verði þó eðlilega skoðað gaumgæfilega og athugað hvort eitthvað megi lagfæra í verklaginu með hliðsjón af þessum atburði. Að sögn Stefáns eru allir, hvort sem er starfsfólk eða íbúar, mjög slegnir yfir atburðum gærkvöldsins. Starfsfólk muni halda áfram að aðstoða íbúa í gegnum áfallið og sinna þeirra þörfum eins og áður. „Við þurfum líka að huga að starfsmönnum sem þarna eru og þeirra líðan. Það eru allir mjög slegnir, eðlilega. Starfsmenn þekktu þá sem hlut eiga að máli og hugur þeirra og íbúa er hjá aðstandendum.“
Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna gruns um manndráp Mikill viðbúnaður var á staðnum. 22. október 2015 23:13 Manndráp við Miklubraut: Hinn grunaði á fertugsaldri Lögregla hefur lagt hald á eggvopn sem talið er að hafi verið notað við verknaðinn. 23. október 2015 08:54 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Manndráp við Miklubraut: Hinn grunaði á fertugsaldri Lögregla hefur lagt hald á eggvopn sem talið er að hafi verið notað við verknaðinn. 23. október 2015 08:54