Garðyrkjulúði með stappfulla íbúð af plöntum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. október 2015 10:00 Frímann segir gefandi og gaman að rækta kaktusa og þykkblöðunga. Vísir/AntonBrink Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum. Garðyrkja Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum.
Garðyrkja Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira