Sjómenn björguðu ungum dreng úr sjónum - Myndband Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2015 08:45 Björgunarmenn flytja lík barns sem drukknaði við Lesbos af ströndinni. Vísir/EPA Tyrkneskir sjómenn björguðu á dögunum fimmtán manns úr sjónum, eftir að bátur flóttamanna hafði sokkið undan ströndum Tyrklands. Þrjátíu manns voru í bátnum, en flóttamenn reyna nú að komast til Evrópu áður en veturinn skellur á og hafa yfirvöld í Grikklandi ekki undan vegna ástandsins. Sjómennirnir voru við veiðar þann 21. október, þegar þeir sáu 18 mánaða gamalt barn klætt í björgunarvesti fljóta í sjónum, samkvæmt DHA fréttaveitunni í Tyrklandi. Svo sáu þeir fleiri flóttamenn fljótandi í sjónum og björguðu 15 manns, mest konum. Skipstjóri bátsins segir þá hafa grunað að drengurinn væri ofkældur og klæddu þeir hann úr fötunum og vöfðu í teppi. Drengurinn er sagður við góða heilsu og móðir hans bjargaðist einnig. Sjómennirnir heimsóttu þau á sjúkrahúsið samkvæmt CNN.Tvö börn fundust drukknuð en minnst sjö manns er enn saknað.Vísir/EPAMikill fjöldi flóttamanna Flóttamönnum sem reyna að komast frá Tyrklandi til Grikklands hefur fjölgað mikið á síðustu vikum. Flóttamennirnir eru nú ólmir í að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa minnst 644 þúsund flóttamenn ferðast sjóleiðina til Evrópu það sem af er þessu ári. Í gær drukknuðu kona og tvö börn við strendur eyjunnar Lesbos í Eyjahafi eftir að uppblásanlegur bátur þeirra lenti á grjóti. Minnst sjö er saknað en 53 komust að landi. Börnin tvö voru tveggja og sjö ára, samkvæmt New York Times. Sjómennirnir björguðu drengnum undan ströndum Kusadasi héraðs í Tyrklandi. Flóttamenn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tyrkneskir sjómenn björguðu á dögunum fimmtán manns úr sjónum, eftir að bátur flóttamanna hafði sokkið undan ströndum Tyrklands. Þrjátíu manns voru í bátnum, en flóttamenn reyna nú að komast til Evrópu áður en veturinn skellur á og hafa yfirvöld í Grikklandi ekki undan vegna ástandsins. Sjómennirnir voru við veiðar þann 21. október, þegar þeir sáu 18 mánaða gamalt barn klætt í björgunarvesti fljóta í sjónum, samkvæmt DHA fréttaveitunni í Tyrklandi. Svo sáu þeir fleiri flóttamenn fljótandi í sjónum og björguðu 15 manns, mest konum. Skipstjóri bátsins segir þá hafa grunað að drengurinn væri ofkældur og klæddu þeir hann úr fötunum og vöfðu í teppi. Drengurinn er sagður við góða heilsu og móðir hans bjargaðist einnig. Sjómennirnir heimsóttu þau á sjúkrahúsið samkvæmt CNN.Tvö börn fundust drukknuð en minnst sjö manns er enn saknað.Vísir/EPAMikill fjöldi flóttamanna Flóttamönnum sem reyna að komast frá Tyrklandi til Grikklands hefur fjölgað mikið á síðustu vikum. Flóttamennirnir eru nú ólmir í að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa minnst 644 þúsund flóttamenn ferðast sjóleiðina til Evrópu það sem af er þessu ári. Í gær drukknuðu kona og tvö börn við strendur eyjunnar Lesbos í Eyjahafi eftir að uppblásanlegur bátur þeirra lenti á grjóti. Minnst sjö er saknað en 53 komust að landi. Börnin tvö voru tveggja og sjö ára, samkvæmt New York Times. Sjómennirnir björguðu drengnum undan ströndum Kusadasi héraðs í Tyrklandi.
Flóttamenn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira